Mistök sem gætu haft alvarlegar afleiðingar.

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur ekki rétt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið á þessum tímapunkti líkt og lagt er til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra.

________________

Það hefur komið berlega í ljós að íhaldsstjórnin gengur ekki í takt við aðra landmenn nema með örfáum undantekningum.

Flestir eru algjörlega á móti því að slíta viðræðum og telja það mistök.

Nú kemur stjórn Viðskiptaráðs og segir sitt.

Yfir 80% þjóðarinnar vilja að viðræðum verði ekki slitið og vilja ljúka þeim.

Þeir sem vilja slíta eru ofsatrúarmenn gegn ESB í stjórnarflokkunum, öfgasamtök á borð við Heimsksýn og síðan jarlinn í Hádegismóum sem hreinlega fer hamförum á lyklaborðinu.

Þar hefur hann sameinast gömlum þjóðrembingum eins og Hjörleifi Guttormssyni, Ragnari Arnalds og forseta Íslands.

Meðalaldur þeirra 20% sem vilja slíta viðræðum er líklega yfir hálf öld og gott betur.

Það væri langt frá anda alls lýðræðis að sá hópur stjórnaði niðurstöðum þessa máls, þrátt fyrir að ríkisstjórnin og pólitískar miðstjórnir íhaldsflokkanna láti hátt.

Ísland er í höndum íhaldafla sem stjórna án þess að hafa nokkra framtíðarsýn.

Það er ekki boðlegt fyrir börnin okkar og barnabörn að slík öfl skerði lífsgæði á Íslandi í nafni öfgastefnu og ofsatrúar gegn Evrópu.

 

 


mbl.is Telur ekki rétt að slíta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt got sem þú párar:

"Meðalaldur þeirra 20% sem vilja slíta viðræðum er líklega yfir hálf öld og gott betur."

Hefur ekki alltaf verið sagt að viska komi með aldrinum.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband