Baráttan gegn öfgaöflunum heldur áfram.

Talið er að á milli fimm og sex þúsund manns séu nú saman komin á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt er að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Skipulögð dagskrá er í tengslum við mótmælafundinn, ræðuhöld og tónlistaratriði. 

________________

Baráttan gegn öfgaöflunum heldur áfram.

Klíkurnar innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks misreiknuðu landsmenn og ekki síst hópa innan eigin flokka.

Þegar má sjá að sumir þingmanna stjórnarflokkana eru að byrja átta sig á þvílíka vitleysu forusta flokkanna gerði sig seka um.

Skagfirðingaklíkan í Framsóknarflokknum hefur att þjónum sínum á foraðið, öfgasinnaðir þingmenn Heimsksýnar hafa farið mikinn og tengslin urðu mjög sýnileg þegar samtökin héldu sinn fyrsta fund í fundaröð á Sauðárkróki.

Formaður flokksins er einn af lykilmönnum í þessari klíku, kosinn til verka fyrir sérhagsmunahópana.

Framlínumaður þessar baráttu er síðan hinn  stórkostlega mislukkaði utanríkisráðherra sem er ekkert annað en málpípa þessara öfgaafla sem vilja drepa Ísland í dróma klíkuveldisins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er síðan viljalaust verkfæri Davíðsarmsins sem hann byggir formannsstöðu sína á... veikur formaður sem talar tungum tveimur í Evrópumálum.

Nú hafa þessi öfgaöfl komið þessum flokkum í blindgötu og það hrynur af þeim fylgið, ástandið í þjóðfélaginu er eldfimt eins og sjá má á sífellt harðnandi mótstöðu gegn heimskulegum áformum öfgaaflanna.

Sumir eru farnir að átta sig á þessu en það verður varla aftur snúið því Framsóknarflokkurinn hlýtur að hafa í hótunum við Sjálfstæðisflokkinn, önnur skýring er vart til á gönuhlaupi flokksins. 


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landsölumenn, sem brutu gegn anda og bókstaf landráðalaganna og keyrðu í gegn með ítrekuðum brotum á stjórnarskrá umsókn um inntöku Lýðveldisins Íslands í evrópskt stórveldi, eru einmitt þeir sem þú, JIC, ættir að fordæma hér fyrir öfgar.

Og nú reyna þínir menn valdarán frá Alþingi.

Ef evrókratar og kommúnistar höfðu leyfi til þingsályktunartillögu sinnar 2009, þá hefur meirihluti Aþingis að sjálfsögðu fullt leyfi til að bera fram og samþykkja sína þingsályktunartillögu nú.

En eins og 2008-9 er nú aftur reynt að fremja valdarán gegn stjórnskipaninni.

Kostunaraðilar eru einkum fjölmiðlar, annars vegar í eigu ESB-sinnans Jóns Ásgeirs eða konu hans og ESB-vinarins Lilju Skaftadóttur og hins vegar misnotað Ríkisútvarpið.

Undir gagga nytsamir sakleysingjar og auðblekktir í bland við harðsvíraða óvini fullveldis Íslands og íslenzks sjávarútvegs.

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 17:06

2 identicon

Burt með þessa lágkúrulegu fávísu plebba. "Ein für alle Mal".

Aumir þjónar kleptókratanna. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 17:44

3 identicon

Enn einu sinni eiga orð Jónasar erindi til þjóðarinnar:

Hanna Birna taldi sig geta falsað ríkisskjöl. Kristján Þór taldi sig geta ýtt sjúklingum fram af stapanum. Bjarni Ben taldi sig geta svikið sig inn á þjóðina með marklausum kosningaloforðum. Sama er að segja um Illuga, Hönnu Birnu og Ragnheiði Elínu. Þetta eru allt siðblindir svikahrappar, ónothæfir. Að vísu ekki eins ofurheimskir og fullir af fólsku og ráðherrar Framsóknar, Gunnar Bragi og Sigurður Ingi. Ræði ekki loddarann mikla. Mundi frábiðja mér að sitja til borðs með svona innréttuðu fólki. Framganga allra ráðherranna tekur út yfir allan þjófabálk. Vonlausir kjósendur bera ábyrgð á vali sínu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband