Sjálfstæðisflokkurinn segir skilið við atvinnulífið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók skýrt fram á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn muni „aldrei styðja aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu.“ Hann lét orðin falla þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í kosningu um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar.

http://www.dv.is/frettir/2014/2/26/mun-aldrei-stydja-adlogunarvidraedur-ad-evropusambandinu/

_______________

Þá er það ljóst, formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því yfir að flokkurinn muni aldrei styðja viðræður um ESB.

Þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við hlutverk sitt sem helsti stuðningsflokkur atvinnulífsins og samtaka þeirra.

Reyndar ganga þeir enn erinda LÍÚ ef að líkum lætur.

Atvinnulífið verður því að leita sér að öðru pólítísku athvarfi þar sem meiri skilningur ríkir á þörfum og hagmunum þess.

Sjálfstæðisflokkurinn segir PASS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lengi vel kom íhaldið í Reykjavík þvert yfir Bankastrætið efst rétt neðan við þar Skólavörðustígur tengist Laugavegi og Bankastrætið tekur við: „X-D VÖRN GEGN GLUNDROÐA X-D“

Nú löngu síðar gætu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett borða með áletruninni:

„Bein leið til glötunar í boði Sjálfstæðisflokksins“.

Glundroðakenning Bjarna Benediktssonar eldri sannast í frænda hans og alnafna sem nú sem formaður sama flokks vill fórna öllu, öllum hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Hvaða formaður sem hefur verið trúað fyrir stjórnmálaflokki skyldi vilja kljúfa hann? Hvaða hagsmunir liggja að baki?

Hvaða hagsmunir réttlæta þessa fórn að gefa Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði langt nef?

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2014 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband