Vilji þjóðarinnar er skýr. 76% vilja halda viðræðum áfram.

Afstaða til þjóðaratkvBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræðan um Evrópusambandið snúist nú um að leyfa fólki að kjósa. Hann segir að vilji þjóðarinnar sé að hætta viðræðum það hafi komið fram í þingkosningunum. 

_______________________

Formaður Sjálfstæðisflokksins veit betur.

Hann er þjónn Framsóknarflokksins í þessu máli.

Allir helstu afturhalds og einangrunarsinnar landsins fagna.

Sjálfstæðisflokkurinn er úr öllum tengslum við kjósendur sína, atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna.

Stórundarlegt að formanni flokksins skuli ekki verða bumbult af yfirlýsingum sínum sem eru dálítið í anda vindhana.

Áhyggjur af framtíð barnanna okkar og barnabarna endurspeglast í viðbrögðum tugþúsunda.

25.000 hafa þegar ritað nafns sitt á undirskrifalista og fjölgar hratt.

Komið að viðmiðunarmörkum þess sem líkleg verða í lögum um þjóðaratkvæði sem eru í smíðum.


mbl.is „Vilji þjóðarinnar skýr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll.

Vilji þjóðarinnar kom skýrt fram í síðustu alþingiskosningum. 12,9% kusu einsmálsflokkinn! sem sækir í kerfisforsjá ríkja bandalags. Hvernig í ósköpunum má það vera, að jafn upplýstur maður og þú virðist vera skilur ekki að ekki er um að ræða viðræður eða samninga. Það eina sem boðið er uppá, er einhliða aðlögun að regluverki ESB. Það eru ENGIR samningar í boði, AÐEINS einhliða aðlögun. Það þarf ekki að skoða neinn pakka. Aðeins að lesa 100.000 blaðsíðna reglufarganið. Lestu það og þá veistu hvað stendur til boða.

Kristján Þorgeir Magnússon, 25.2.2014 kl. 14:17

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Afsakaðu, ríkjabandalag átti að vera í einu orði

Kristján Þorgeir Magnússon, 25.2.2014 kl. 14:18

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kristján... þú átt að vita betur en blanda saman óskyldum málum... vilji til þjóðaraatkvæðis í einstökum málum hefur nákvæmlega ekkert með þingkosningar að gera..skoðaðu myndina hér að ofan.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.2.2014 kl. 14:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú heldur áfram með áróðurinn. Hér er spurt hvort menn vilji halda áfram aðildarvíðræðum. Afstaða fólks hefur ekkert breyst þar, en það sem breyst hefur er sú staðreynd að aðildarsinnar, sem fram að þessu hafa verið á móti þjoðaratkvæðum um máli í hvaða formi sem er, hafa nú í örvæntingu sinni ákveðið að segja já við spurningunni.

Fram að þessu hefur meirihluti verið andvígur. Það skal einnig bent á að hér er um óformlega könnun 365 miðla og frettablaðsins, Þar sem lesendur eru einmitt af þínu sauðahusi.

Ein staðreynd er þó á hreinu að afgerandi meirihluti landsmanna er einfaldlega á móti inngöngu í ESB og ef það yrði kosið um það nú, þá væri málið fellt.

Ef lögð hefð verið fram þingsályktunartillaga nú um að kjósa um það hvort við gengjum í ESB, þá hefði stjórnarandstaðan sett sig upp á móti því.

Í tíð síðustu ríkistjornar var í tvígang lögð fram tillaga um þjóðaratkvæði og það fellt. Í raun voru gerðar 15 tilraunir til þess að leyfa þjóðinni að skera úr úm málið án árangurs.

Hræsni þín og tvöfeldni á sér sennilega lítil fordæmi til allrar blessunarlegrar lukku.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 16:36

5 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll aftur Jón Ingi og takk fyrir svarið.

Bjarni er ekki þjónn Framsóknarflokksins. Bjarni er að fara eftir samþykkt yfirgnæfandi meirihluta landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaður sat og samþykkti. Viðræðurnar eru markleysa. Ég er alveg til í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem spurningin er: Ert þú samþykk(ur) því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Já eða Nei. Um þetta snýst málið. Ekki einhverjar tilgangslausar viðræður út í loftið, sem engu skila. Þetta eru aðlögunarviðræður, EKKI samningaviðræður.

Kristján Þorgeir Magnússon, 25.2.2014 kl. 17:47

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef menn vilja endilega halda þjóðaratkvæðagreiðslu þá ætti spurningin að vera: Ertu fylgjandi því að haldið verði áfram aðlögunarferli að ESB sem ljúki með inngöngu í ESB.

Grunar að það verði fellt með miklum yfirgnæfandi meirihluta, ef ekki þá verður maður að bíta í það súra að landráðaliðið hafi vinninginn... ;)

Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2014 kl. 17:58

7 identicon

Ólafur Björn, hvernig veistu að þjóðin muni ekki vilja inn í ESB þegar að samningurinn er borðliggjandi?

Þú getur reyndar ekkert fullyrt um það. Þú hefur ekki séð samninginn og veist því ekkert um hvað málið snýst.

Hið eina rétta er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli áfram. Þegar að samningur liggur fyrir þarf að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.

KIP (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband