19.2.2014 | 08:51
Forsætisráðherra ræður ekki við starfið ?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra Íslands og hann getur stöðu sinnar vegna ekki leyft sér að segja hvað sem er. Í viðtalinu gær birtust varasöm viðhorf gagnvart fjölmiðlum, menntun, og skoðunum annarra, forsætisráðherra gerði lítið úr þáttastjórnanda, sem hélt þó andlitinu sama hvað á gekk, síðasta setning viðtalsins, setti síðan punktinn yfir i-ið, og með henni beit ráðherrann endanlega höfuðið af skömminni; þú stóðst þig ágætlega, sagði Sigmundur í óspurðum fréttum, að sanna að þú værir ekki að tala sérstaklega fyrir ríkisstjórnina. Biturleikinn lak af hverju orði, valdamaðurinn sýndi klærnar í séríslenskum en þó laufléttum dúr, en Gísli Marteinn hélt andlitinu, stóð sig firnavel og naut þar líklega ekki síst langrar reynslu sinnar í sjónvarpsmennsku.
( Eiríkur Guðmundsson á ruv.is )
____________________________
Mikil umræða hefur orðið vegna framgöngu forsætisráðherra í viðtali við GMB á sunnudaginn. Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða það meira því flest hefur verið sagt um þann þátt á báða bóga.
En í framhaldi af því er áhugavert að hugleiða hvort vandamálið sem SDG glímir við sé að í reynd ræður hann alls ekki við það starf sem hann hefur tekið að sér.
Það er flókið og erfitt starf að vera forsætisráðherra. Það þarf að hafa pólitíska hæfileika, viðkomandi þarf að vera góður og skeleggur verkstjóri og síðast og ekki síst þarf viðkomandi að njóta virðingar og vera trúverðugur.
SDG er ekkert af þessu, það hefur hann svo sannarlega sýnt þjóðinni á þessu tæpa ári sem hann hefur gengt embætti.
Hann sýnir líka mörg og mikil einkenni manns sem er óöruggur og ráðviltur.
Hann virðst á köflum hysterískur, þolir ekki gangrýni og vinnubrögðin á Alþingi sýna að verkstjórnin þar er í molum. Nánast engin mál hafa komið fram og þingmenn eru meira og minna verklausir á þingfundum.
Þetta er reyndar mín sýn sem leikmanns en byggir á að ég hef fylgst með stjórnmálum nokkuð lengi.
Ég man ekki eftir að forsætisráðherra hafi haft svona stíl og lítinn trúverðugleika.
En það má vel vera að þetta sé útpælt og djúphugsað og að við almenningur áttum okkur ekki á trixinu.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fótgönguliðum LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR er ekki sjálfrátt................
Jóhann Elíasson, 19.2.2014 kl. 11:14
Alltaf sami dóninn Jóhann..
Jón Ingi Cæsarsson, 19.2.2014 kl. 13:55
Skrítið að kalla sannleika dónaskap...............
Jóhann Elíasson, 19.2.2014 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.