Forneskjugirðingar Framsóknar.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, koma sér á óvart. Hann segir niðurstöðuna ekki sambærilega niðurstöðu í hinu svokallaða smjörmáli Mjólkursamsölunnar.

___________________

Þegar ég var að alast upp undir ofurvaldi KEA og SÍS þá var talað um Framsókn " höft og skömmtun"

Það hefur ekkert breyst, og nú 50 árum síðar stendur Framsóknarflokkurinn vörð um úrelt og gamaldags landbúnaðarkerfi þar sem hagur neytenda er fyrir borð borinn.

Þessi höft á innflutning osta sýnir okkur í hnotskurn að Framsóknarflokkurinn sem er við völd í dag er nákvæmlega sami Framsóknarflokkurinn og var við völd fyrir 50 - 100 árum.

Grundvallarhugmyndafræði flokksins hefur ekkert breyst, gengur enn út á það sama, verja og hygla skjólstæðingum sínum á kostnað annarra, í þessu tilfelli almennra neytenda.

Kannski breytist þetta aldrei. Meðan kjósendur koma Framsókn til valda aftur og aftur breytist ekki neitt og neytendum haldið í skrúfstykki, hafta og skömmtunar.

http://visir.is/forstjori-haga-osattur-vid-nidurstodu-i-ostamali/article/2014140218846


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski það væri snjallasta viðskiptahugmynd Finns Árnasonar að Hagar kaupi Mjólkursamsöluna.

Þá væri unnt að kaupa hvað sem er frá Evrópusambandinu, hvort sem er smér eða ostar.

Mér skilst að Mjólkursamsalan sé „ríki í ríkinu“ og geti komist upp með hvaða brellu sem er.

En það er ekki sama Jón og séra Jón!

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2014 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband