Moldarkofahugsun í stjórnarráðinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að Ísland sé ekki á leið í Evrópusambandið og að skrítið sé að atvinnurekendur telji það æskilegt eða yfir höfuð framkvæmanlegt í ljósi þess að utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar sé því mótfallin. Þetta kom fram í erindi hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. Sigmundur gagnrýndi í ræðu sinni bæði Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins, en hann sagði furðulegt að samtökin væru að styðja við átakið „veljum íslenskt“ og á sama tíma að ráðast í herferð gegn innlendum framleiðendum sem séu að reyna að efla innlenda framleiðslu. Sigmundur svaraði svo yfirskrift fundarins um hvort Ísland væri opið fyrir viðskiptum á þann veg að Ísland væri opið, en ekki til sölu.

_______________

Lítilsvirðing forsætisráðherra fyrir lýðræði og opinni umræðu kemur hér fram.

Hann heldur að hann hafi fengið óskorað einræðisvald með lyklunum að stjórnarráðinu.

Þessi nálgun og hugsun er svo forn og svo úr takti við nútímahugsun að það er mikið áhyggjuefni.

Kannski skilur SDG það ekki og mun aldrei skilja það að það er þjóðin sem á að fá að ráða framtíð sinni í alþjóðasamhengi en ekki þröngur klíkuhópur í forustu Framsóknarflokksins.

Þjóðin heimtar þjóðaratkvæðagreiðslur um framtíð sína og frábiður sig moldarkofahugsun eins og lýsir sér í ummælum forsætisráðherra.

Það er árið 2014 en ekki árið 1916 þegar flokkur forsætisráðherra var stofnaður.


mbl.is Ísland er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju fékk þjóðin ekki atkvæðagriðslu um að hefja viðræður um inngöngu í ESB ?

Af hverju þarf hún þá atkvæðagreiðslu um að hætta því ?

Erum við ekki nýbúin að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð okkar, sem lauk með afhroði SF/VG og sigri núverandi flokka ?

Varstu í fríi þá ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 16:49

2 Smámynd: rhansen

Sem betur fer Jón Ingi ,þá er Forsætisráðherra maður sem fólk er farið að hlusta á ............það verður ekki sagt um alla aðra :( :(

rhansen, 12.2.2014 kl. 20:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stóð sig eins og hetja í dag á áróðursráðstefnu Viðskiptaráðs í dag.  Þú hefðir haft gott af því að vera þar staddur Jón Ingi þá hefðir þú séð hvernig hann hreinlega gerði allan áróðurinn að gjalli..............

Jóhann Elíasson, 12.2.2014 kl. 21:20

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki hægt að selja það sem nú þegar hefur verið selt, af svikurum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 21:38

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Flytjum bara maðkaða mjölið aftur inn eins og gert var undir yfirráðum dana.

Hörður Einarsson, 12.2.2014 kl. 21:49

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Siðferðishugarfar metnaður nútímans.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 21:54

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur unnu kosningarnar. Þeir mynda saman ríkisstjórn sem fer með landsmálið. Það heitir lýðræði. Báðir flokkar eru andsnúnir ESB. Forsætisráðherra má tjá sig um þau mál sem honum eru hugleikin, þ.m.t. um ESB, þótt það þóknist ekki Samfylkingunni eða hennar stuðningsmönnum. Lítilsvirðing fyrir lýðræði. Þvílíkt bull!

Guðmundur St Ragnarsson, 12.2.2014 kl. 23:51

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með ,,maðkaða mjölið" er myta. Í raun bókstaflega lygi. Sögufölsun. Eðða möðkuð þjóðrembingsbullsaga.

Þetta finnst mér að allir eigi að vita núna. Það er búið að sýna fram á sagnfræðilega að þessi saga var í raun bara bull og lygi.

Samt er alveg furðulegt hve þessi mytusaga og fleiri slíkar sögur hafa náð sterkri fótfestu í hugarfylgsnum innbyggja margra. að er stórmerkilegt.

Það voru nokkuð margar svona vitleysissögur skáldaðar upp á sínum tíma - og verða eiginlega að skýrast með þjóðrembingi og danahatri.

Það skýrir þó ekki hversvegna svo margir trúa slíkum sögum enn í dag. Þ.e.a.s. þega liggur fyrir vísindalega að þær voru haugalygi í besta falli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2014 kl. 02:08

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður hefur þrengst um lýðræðið eftir að SDG myndaði ríkisstjórn sína. Hann komst til valda með bröttustu kosningaloforð í sögu lýðveldisins sem sennilega magna upp dýrtíð en hemja hana. Með þessum kosningaloforðum hefur verið sett af stað einhver hringavitleysa sem hefur haft í för með sér að kröfur braskara bankanna hafa hríðfallið með þeim dapurlegu afleiðingum að Ísland er ekki lengur land tækifæranna.

Við fáum enga nútíma stjórnarskrá, engar skynsamlegar reglur um náttúruvernd, ekkert að segja um þó náttúruperlum sé fleygt fyrir svín. Og ekki fáum við að kjósa um hvort eigi að umbuna kvótagreifum, stórhuga stuðningsaðilum þessarar ríkisstj+ornar aukinnar mismunar í samfélaginu þar sem þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku enn fátækari.

Með ríkisstjórn J+ohönnu Sigurðardóttur var gengið í átt að sósíaldemókratísku samfélagi eins og er á hinum Norðurlöndunum. Hér vildi meirihluti kjósenda fremur velja hægri menn sem vilja sveigja samfélagið enn lengra til óskynsamlegrar stefnu hátekjumanna að byggja upp samfélag ríkisbubba og áhangenda sálarlausrar auðsöfnunar.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2014 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband