10.2.2014 | 14:30
Icesave gengur aftur - og aftur.
Hollenski seðlabankinn DNB og breski innistæðusjóðurinn FSCS, hafa stefnt Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi fyrir Hérðasdóm Reykjavíkur í tengslum við Icesave deiluna. DNB og FSCS greiddu innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi bætur við fall Landsbanka Íslands.
DNB og FSSC krefjast þess að þeim verði greiddar samtals 555,7 milljarðar króna. Breski innistæðusjóðurinn fer fram á 452,1 milljarð og hollenski seðlabankinn krefst þess að fá 103,6 milljarða í sinni hlut.
_______________________
Þrátt fyrir meint töfrabrögð SDG og forsetans gengur Icesave aftur.
Trúgjarnir hafa trúað þeirri mítu að Icesave hefði gufað upp fyrir snilld Framsóknarflokksins og Bessastaðajarlsins.
En nú sprettur þetta mál enn og aftur upp og allaf bætir í upphæðirnar sem það gæti kostað okkur að endingu.
Kannski hefði verið skynsamlegra að semja um það meðan tækifæri var til, þá væri það í það minnsta hætt að hanga fyrir höfðum landsmanna.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ingi svona áður en þórðargleðin hleypur alveg með þig í gönur þá ber íslenska ríkið ekki ábyrgð á þessum kröfum. Fyrir því liggur dómur. Þessu hollensku aðilar gera hinsvegar kröfur á ábyrgðarsjóðinn sem á lítið sem ekkert upp í þessar kröfur.
Líður þér ennþá illa yfir því að Efta dómstólinn skyldi dæma okkur í hag og að SDG og forsetinn hafi haft rétt fyrir sér.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 14:58
Ekki minnst á það einu orði af minni hálfu.. ertu ekki farinn að lesa á milli línanna með eigin sýn Stefán Þetta blogg snýr að því að Icesave hvarf ekki eins og þú og fleiri hafa talað. Icesave er verið að greiða niður og vextir jafnframt. Þrotabú Landsbankans átti fyrir þessu allan tímann og þessi dómur breytti engu hvað varðar það. Það var ekki í kortunum á seinni stigum að nokkuð lenti á ríkissjóði... en það þýðir víst lítið að reyna að ræða það við þá sem hafa horft á þetta mál með blinda auganu allan tímann. Ábyrgðasjóðurinn fær tekjur á hverju ári og þær hverfa í þessa hít tapist málið.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2014 kl. 17:04
Nú er bara að vona að þetta mál tapist ekki.
Vilja iðgjöld nýju bankanna upp í kröfur
Að sögn Karls byggir krafan á því að það sem safnast hefur í sjóðinn frá hruni, sem eru iðgjöld nýju bankanna, verði einnig tekið til að greiða kröfuna og svokallaður aðskilnaður á milli deilda sjóðsins þannig rofinn.
Karl Axelsson lögmaður.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2014 kl. 17:08
Sigmundur Davíð barðist mikið gegn Icesave samningunum. Nú fær hann þetta sem flugbeittan hníf í bakið.
Samningaleiðina vildu allir málsmetandi lögmenn fara. Betri er rýr sátt en að hafa mál í lausu lofti. Nú er komið að því að þessi strigakjaftur svari fyrir sig og hvaða ógæfu hann hefur leitt okkur í.
Og lítið finnst mér koma til þessarar ráðgjafaþjónustu lögmannsins. Þess má geta að hann átti þátt í því að ræna hluthafa Atorku eign sinni með því að afhenda kröfuhöfum fyrirtækið. Hann var ásamt öðrum Akureyring, Þorsteini Vilhelmssyni, drjugir með sig á hluthafafundum Atorku meðan allt lék í lindi eða svo virtist. Hvað þeir báru út úr þeim skiptum verður líklega ekki grafið upp en mér finnst nokkuð kyndugt að þessir gæjar skuli „dúkka“ upp aftur og aftur. Eigi er unnt að bera mikla virðingu fyrir svona körlum.
Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2014 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.