Gjafakvóti og skattleysi.

 

Í dag var sagt frá því að Brim hefði sagt upp öllum 40 skipverjum á Brimnesi RE 27. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, segir að bent hafi verið á að veiðigjaldið hafi lent misharkalega á útgerðum og það til viðbótar við aðra þætti hafi orðið til þess að ákvörðun um uppsagnir var tekin. 

___________

Útgerð á Íslandi virðist ekki ganga með öðru móti en útgerðarmenn fái kvóta gefnis og ríkisvaldið tryggi þeim skatt og gjaldaleysi.

Það vekur upp spurningar hvort réttu mennirnir séu í þessum rekstri.

Væntalega þarf að hugleiða það í fúlustu alvöru hvernig á þessu stendur.

Útgerðarmenn hafa ekki getu til að skila eðlilegri framlegð til þjóðarinnar fyrir auðlindina og það er áhyggjuefni og umhugsunarefni.


mbl.is „Það halda allir að útgerð sé djók“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Þeir þyrftu að útaskíra fyrir almenningi allar arðgreiðslur sínar og útlista það reikningsdæmi.

Aðalsteinn Tryggvason, 5.2.2014 kl. 13:20

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

„Þetta var keypt froða og lánuð froða og svo bara hvarf froðan,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í kjölfar þess að engar eignir fundust upp í níu milljarða króna kröfur í félag hans Hafnarhól....

http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/12/07/engar-eignir-i-throtabu-felags-i-eigu-forstjora-brims-frodufyrirtaeki-ad-hans-sogn/ 

Guðmundur í Brimi: Ég var plataður 

http://www.ruv.is/frett/gudmundur-i-brimi-eg-var-platadur

Ágúst H Bjarnason, 5.2.2014 kl. 13:41

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... aldrei rekið fyrirtæki? Útgerð er dýr, og ekki eins skattfrjáls og þið virðist halda.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2014 kl. 13:47

4 identicon

Útgerð í Noregi er niðurgreidd og reyndar í flestum öðrum löndum og alveg kássu í hinu fyrirheitna ESB. Sjávarútvegur skilar þjóðinni stórum hluta útflutningsteknanna sem borga fyrir nauðssynlegan innflutning. Sjávarútvegurinn borgar háar upphæði í alskyns skatta á beinan hátt en hin óbeinu áhrif eru þó miklu meiri. Sumir virðast trúa því að þjóðin njóti ekki afraksturs af auðlyndinni öðruvísi en með ofurskattlagningu. Hvað heldur þetta fólk að myndi gerast ef við kipptum burt sjávarútveginum út úr efnahagskerfinu? Myndi það ekki hafa nein áhrif á lífskjör á Íslandi?. Ætli þau myndi ekki hrynja. Sem grunnatvinnuvegur skiptir sjávarútvegur gríðarlegu mikklu máli og stór hluti af atvinnulífinu á Íslandi sækir grundvöll sin í hann með einum eða öðrum hætti. Að ofurskattleggja atvinnugrein á fyrsta þrepi verðmætasköpunarinnar er einfaldlega afar óskynsamlegt og mun til lengdar verða verri fyrir afkomu ríkissjóðs og þjóðarbúið í heild.

Þá er þessi umræða um greiddan arð í sjávarútvegi grunnhyggin og afar þreytt. Ætli Aðalsteinn myndi ekki vilja fá vexti af peningum sem hann legði í banka? Samt vill hann að fólk sem leggur pening í atvinnufyrirtæki fái engna afrakstur af sínu fé. Hversvegna er það? Þessar stórkostlegur arðgreiðslu sem virðast hneygsla svo marga hafa verið þetta upp í 13% af eigi fé sem er vissulega fínn arður en ekkert hneygslismál í ári sem hefur verið eitt það betsa í sjávarútvegi. En samkvæmt þessu fólki á ekki einu sinni að vera mögulegt að græða á sjávarútvegi í góðu ári en öllum virðist vera sama þegar arðurinn er kannski engin í verri árum. Ætli það sé ekki best að hafa eina allsherjar ríkisútgerð og þá græðir engin(allsekki ríkissjóður) og allir geta verið hamingjusamir

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 14:12

5 identicon

Ásgrímur,
  Jú, það er oft þungur róður að reka fyrirtæki, en flest útgerðarfyrirtæki eiga að geta malað gull eins og staðan er í dag, og hefur verið síðustu ár.

    Magnað hvað menn voga sér út í að útþynna umræðuna við fyrsta tækifæri. Maður skilur samt betur hrunið, á meðan fólk eins og þú ert með kosningarétt.

Guðmundur R. (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 14:12

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Guðmundur, ekki tjá þig um hluti sem þú hefur ekkert vit á.

Það er rétt að útgerðarfélög eiga að geta malað gull, en það er líka augljóst að þeim fækkar. Ef þessi félög eru svona mikil gullnáma í núverandi ástandi, af hverju fækkar þeim þá svo ört?

Nei, félagi, þú veist minna en ekkert um hrunið.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2014 kl. 16:25

7 identicon

Brim hf er stofnað 1998 og hefur því ekki fengið neinn gjafakvóta. Útgerðir borga sömu almennu skatta og önnur fyrirtæki, sérskattarnir eru að gera þeim erfitt fyrir.

Þjóðin heimtar arð útgerða og þá hætta menn að fjarfesta og reka útgerðir. Sama mundi ske í öllum öðrum rekstri.

Ufsi (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 17:19

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðmundur í Brim segir að 20 milljarða afskriftir skulda vegna gjaldþrots Hafnarhóls, hafi bara verið froða, samanber tengil í 2. athugasemd. Eru þá ekki skuldir sem myndu safnast á Brim vegna meintrar ofurskattlagningar, þá ekki líka froða? Hann ætti þá ekki að vera í vandræðum með að láta þá froðu hverfa, eins og Hafnarhólsfroðuna.

Theódór Norðkvist, 6.2.2014 kl. 03:48

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

9 milljarða afskriftir áttu það að vera, ekki að það séu neinir smáaurar heldur.

Theódór Norðkvist, 6.2.2014 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818097

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband