Rétturinn til að ráða framtíð sinni.

 

Ísland er að jaðri hins byggilega heims, þar hefur þjóðin hokrað við illan leik á árhundruð.

Síðustu áratugi hefur heldur birt til og þjóðin náð að komast í fremstu röð hvað varðar lífskjör og lífsgæði.

Nú eru auðlindir okkar fullnýttar, við fáum ekki mikið meiri tekjur af fiskveiðum en verið hefur, við virkjum ekki mikið meira nema með miklum deilum og vandræðum því þau svæði sem eftir eru ónýtt, eru umdeild og mörg hver mjög dýr.

Það gengur vel að fjölga ferðamönnum, en því miður virðst sem tekjur aukist lítið þó fjöldi ferðamanna aukist mikið.

Hvert sem litið er, eru vandræði.

Heilbrigðiskerfi, löggæsla, sveitarfélög, samgöngur, skólar og m.fl. Allsstaðar skortir fjármagn og niðurskurður og samdráttur blasir við.

Draumar um olíuvinnslu og norðurslóðir eru framtíðarsýn margra þessi misserin.

Svolitið íslenskt, gullgrafaraviðhorf sem við höfum margoft séð.

___________

Staða landsins er að það verður að taka stór skref inn í framtíðina.

Það þarf að koma með gjörbreytta gjaldmiðilsstefnu og það verður að opna glugga inn í opin alþjóðaviðskipti án hafta.

Enginn vill íslenska krónu og fáir vilja fjárfesta í ótryggu efnahagslegu umhverfi landsins.

Viljum við samþykkja stefnu hægri flokkanna og hafa þetta svona til framtíðar ?

____________

En núverandi stjórnvöld hafa ekkert fram að færa.

Gjaldeyrishöft verða viðvarandi, tollahindranir verða á innflutningi matvæla, samkeppni verður drepin með opinberum afskiptum.

Pólitískum vildarvinum verður raðað í embætti eins og verið hefur í áratugi.

Umverfismál verða sett aftast á forgangslista.

Það er gert til að geta stundað gjörnýtingarstefnu gangvart auðlindum landins.

Vildarvinum færður kvóti að gjöf og öðrum haldið frá.

Réttur þjóðarinnar til á ákvarða framtíð sína verður settur í pólitíska gíslingu hægri flokkanna.

______________

Það er aðeins eitt sem getur breytt framtíð þessa lands.

Það er að kjósendur hætti að styðja flokka sem drepa líf lands og þjóðar í dróma flokksræðis og kjósa flokka sem vilja og geta stundað opna og lýðræðislega pólitík.

Reyndar er furðulegt að meirihluti þjóðarinna skuli ekki þegar hafa áttað sig á þessu en úrslit síðustu kosninga þar sem afturhalds og vildarvinaflokkunum voru færð öll völd til næstu ára sýndu svo ekki verð um villst að við höfum lítið lært af reynslunni.

Kannski lærum við aldrei. !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón, hefur þú ekki hugleitt að flytja á landi brott og hætta þessu ömurlega tali. Ég og mörgum sem finnst þetta fínt land yrðum fegnir að þurfa að ekki hlusta að niðurrifsrausið í þér og ýmsum öðrum sem sjá hér allt til foráttu en önnur lönd í hyllingum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eru staðreyndir þér erfiðar Stefán ?  

Jón Ingi Cæsarsson, 30.1.2014 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818225

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband