Að flækja sig í blekkingum.

„Nefndin hafði formlega sent ráðuneytinu beiðni um að gera tillögu að frískuldamarki sem næði því markmiði að veita minni fjármálafyrirtækjum undanþágu frá skattinum. Við vorum ekki að leita eftir neinum nákvæmum tölum heldur grófum tölum,“ segir Frosti.

 Ekki sé útilokað að 50 milljarða króna talan hafi komið fram í einhverju spjalli við ráðuneytið og þá komið frá meirihlutanum í nefndinni. Fyrir vikið hafi ráðuneytið talið að nefndin væri að miða við 50 milljarða þó það hafi ekki verið gert formlega.

_____________

Það kom fram í fréttum RÚV að Frosti viðurkenndi að tillagan sé komin frá honum og meirihluta nefndarinnar.

"Að fundinum loknum viðurkenndi Frosti að talan væri komin frá honum og meirihluta nefndarinnar. „Á þeim tölvupóstsamskiptum sem ég hef átt þá erum við ekki að kalla eftir þessari tölu heldur erum við að kalla eftir því markmiði að minni bankar fái undanþágu frá bankaskattinum og við veltum því fyrir okkur hver þessi rúnaða tala ætti að vera,“ segir Frosti sem kveðst ekki hafa fengið boð frá öðrum hliðum um að nota þessa tilteknu tölu."

RUV.IS.

_____________

Það er nú orðið ljóst að formaður efnahags og viðskiptanefndar hefur gerst sekur um blekkingar og ósannindi.

Það er auðvitað mjög alvarlegt þegar þingmenn í hans stöðu beita slíku.

Það eru ekki nema tvær vikur síðan ráðherra og fleiri sögðu af sér í Danmörku vegna blekkinga sem þó eru léttvægari en það að liggja undir grun um sérstæka fyrirgreiðslu vildarvina.

Ég efast um að þingmanni og formanni mikilvægar nefndar væri sætt í nokkru öðru Evrópuríki eftir slíka uppákomu.

Nú er stóra spurningin sem enn er ósvarað með trúverðugum hætti.

Komu þessi fyrirmæli til formanns nefndarinnar að ofan eða datt honum þessi upphæð í hug si-svona.?

 


mbl.is Talan líklega komin frá nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta kallast spilling!

Sigurður Haraldsson, 20.1.2014 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Merkileg þessi 50 milljarða tala hjá framsóknarelítunni.

Bakkabræður hækkuðu hlutafé í Exista um 50 miljarða án þess ein einasta króna væri greidd til hlutafélgsins. Þetta var gert í þeim eina tilgangi að ræna raunverulegum eigendum fyrirtækisins eign sinni. Þeir kumpánar voru ákærðir og dæmdir enda virðist siðfræði ekki vera upp á marga fiska hjá Framsóknarflokknum.

Á dögunum birtist grein á netútgáfu Fréttablaðsins: Lygin á sér marga málssvara og var sérstaklega beint að blekkingavef SDG vegna Icesave málsins sem nú er úr sögunni. En Icesave bauð SDG upp á einstakt tækifæri að afvegaleiða heila þjóð og forseta lýðveldisins að auki!

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2014 kl. 16:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Slóðin á greinina Lygin á sér marga málssvara er:

http://www.visir.is/lygin-a-ser-marga-malsvara/article/2014701149995

Til gamans má geta að á FB síðu Framsóknarflokksins er meira að segja greinin komin!!!

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2014 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818171

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband