Trúnaðarbrestur.

Staða mála varðandi grunnskólakennara er uggvænleg. Enn einu sinni virðist sem stefni í átök milli launanefndar og grunnskólakennara. Sumir segja að í síðasta samkomulagi hafi verið innifalin ávísun á áframhaldandi ósætti og átök. Það er auðvitað óviðunandi staða og maður sér fyrir sér fyrirtæki á almennum markaði sem stæði frammi fyrir því með reglubundnu millibili að margra vikna verkafall skelli á. Það þætti óviðunandi og tekið föstum tökum.

Þetta mál virðist af örðum toga. Það snýst um börnin okkar og þau sjálfsögðu réttindi að njóta náms á uppvaxtarárum. Ég hef staðið í kjaramálabaráttu og samningagerð mjög lengi á vegum stéttarfélagsins míns og þekki því nokkuð út að hvað svona ferli gengur. Lykilatriði er að ríki traust og gagnkvæm virðing milli þeirra sem eiga í þeim viðskiptum. Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá að það traust er ekki til staðar og þegar formenn launanefndar fara í opinber átök við kennara í blöðum er eitthvað að. Annaðhvort eru menn ekki færir um að standa í svo vandasömu hlutverki eða þeir hafa umboð sveitarfélgana til slíkra skrifa. Hvað sem því líður er þetta arfavitlaust og kjörið til að ganga endanlega frá þeim viðræðum sem þó voru í gangi. Ég spyr mig .. er þessi launanefnd sveitarfélaga ekki allt of stór batterí og allt of langt frá þeim vettvangi sem þarf að fást við. Hvað sem öðru líður þarf að beina þessum málum í allt annan farveg en verið hefur því svona gengur þetta ekki.

Ég hef stundum velt því fyrir mér að kjaramálum kennara væri betur komið í smærri einingum og nær þeim vettvangi sem hlutirnir gerast. Ef til vill er launanefnd sveitarfélaga svolítið eins og byggðasamlag sem fer ekki hraðar en sá sem hægast fer. Ég veit ekki hvað er vænlegast til að landa þessu máli farsællega en gamla kjarsamningsnefið á mér segir mér að þetta sé í miklum ógöngum sem brjóta þarf upp með afgerandi hætti.


mbl.is Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband