Ríkisstjórnir ganga ekki í ESB !!

 

„Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið.“

SDG á Alþingi.

_______________

Hér komin skýring á ýmsum vandkvæðum sem Framsóknarflokkurinn og ríkisstjórnin eiga við að glíma.

 

Þeir halda að ríkisstjórnir gangi í ESB og það sé þjóðinni óviðkomandi.

Það útskýrir af hverju þeim þykir það sjálfsagt að svíkja það sem þeir sögðu í kosningabaráttunni.

Þetta er auðvitað vandamál að forsætisráðherra hefur ekki meiri skilning á þessu máli en þessi ummæli sýna.

Það er vandamál þjóðar að hafa við stjórn flokka og menn sem skilja ekki orðin lýðræði og þjóðarvilji.

 


mbl.is „Þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok.

Ríkistjórnin VILL ekki að Ísland gangi í ESB.

Nógu skýrt ?

Ósköp getið þið bulllað um þetta. Hljótið að fara að sjá, að innlimun Ísland í ESB verður ekki leyfð.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 16:02

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu á sínum landsfundum að þeir vildu ekki ganga í ESB.Þeir voru meðal annars kosnir út á það.Ef aðlögunarviðræðurnar hefðu ekki verið stöðvaðar ,hefðu flokkarnir verið að svíkja sína kjósendur.Að sjálfsögðu verða engar aðlögunarviðræður meðan þessi ríkisstjórn situr.Ef afstaða Vg fer ekki að skýrast er sá flokkur sjálfdauður.Kötu Jakobs verður hent út á næsta landsfundi VG.

Sigurgeir Jónsson, 16.1.2014 kl. 16:38

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bein tilvitnun í SDG....ekki þitt að breyta því 

Jón Ingi Cæsarsson, 16.1.2014 kl. 17:50

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir...þetta Framsóknarnafn sem þið hafi notað... þ.e. aðlögunarviðræður er þvaður.

  Þetta eru aðildarviðræður.

 80 % aðlögunar hefur staðið frá 1994 ef þú veist það ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.1.2014 kl. 17:51

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Virðulegi Oddeyringur, Jón Ingi Gæsarson, jafnaðar maður.  Misskilningur er slæm pest, en lygar eru verri.  

Hrólfur Þ Hraundal, 16.1.2014 kl. 20:38

6 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Skrítið ef Ísland getur gengið í ESB án þess að ríkissstjórnin fylgi með. Verða þá allir í ESB nema ríkisstjórnin ef draumur þinn um innlimun rætist Jón Ingi.

Hreinn Sigurðsson, 17.1.2014 kl. 10:02

7 identicon

Birgir,

þú segir  "Ríkistjórnin VILL ekki að Ísland gangi í ESB"  en væri ekki nær að ÞJÓÐIN ákveði það..???, en ekki einhverjir fáfróðir þjóðrembingar.

Það á að sjálfsögðu að klára þessar AÐILDARviðræður og láta svo þjóðina kjósa um væntanlegan samning, svo einfalt er það.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 10:16

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað er verið að bulla um aðildarviðræður? Það er búið að leika þetta í mörg ár án nokkurs árangurs. Það er enginn pakki að kíkja í. Það er búið að lýsa því yfir að við fáum engan sérsamning innan ESB gagnvart landbúnaði og sjávarútveg sem eru aðalmálin, þannig að Kosningaspurningin er einföld. Viltu ganga í ESB. Já.---eða-----nei. Mjög einfalt!!! Strax í vor!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.1.2014 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband