Þversagnir og ósamrýmanlegt framtíðarmarkmiðum.

 

Á hátíðar og tyllidögum tala stjórnmálamenn um framtíðarlandið Ísland.

Þar er fjölgun ferðamanna lykilatriði þegar horft er til möguleika á auknum tekjum landsins.

Sala Íslands til ferðamanna byggir á náttúrunni og ósnortnum víðernum.

Ef þau landgæði væru ekki til staðar væri Ísland ekki valkostur nema brots af þeim ferðamönnum sem hér koma þegar og alls ekki ávísun á fjölgun ferðamanna í framtíðinni.

Gulrótin sem lokka á ferðmenn hingað verður ekki étin og sýnd í sömu andrá.

En meðan sumir rýna til framtíðar eru aðrir í skammtímalausnum og reddingum og það á við um orkufyrirtækin sem berjast af meiri og meiri hörku um fækkandi valkosti.

Nú eru í gangi þrjú mál þar sem tekist er á um framtíðarsýnina og síðan skammtímasýn orkufyrirtækjanna.

Tvö þeirra eru landþekkt og hafa vakið athygli landsmanna og eitt er minna þekkt og snýr að náttúru Akureyrar og framtíðarlandgæðum og möguleikum.

Það verður tekist á um háspennulínu yfir Sprengisand. Sprengisandur með háspennumöstrum er ekki sami Sprengisandur og í dag, hann verðfellur í hugum ferðamanna og allra þeirra sem unna náttúru Íslands.

Þetta er dæmigerð skammtímasýn eins og hún gerist verst hjá orkufyrirtæki sem sér aðeins sinn hag.

Norðlingaölduvirkjun og æfingar umhverfisráðherra eru þekktar og leikur hans að náttúrunni og fossum Þjórsár er skammtímasýn þar sem aðeins er hugsað um líðandi stund.

Ferðamenn eiga ekki erindi til Íslands til að skoða virkjun þó sumir haldi það.

Svo er það litla óþekkta málið.

Fallorka er að leika sama leik og umhverfisráðherra og Landsvirkun, í stað þess að friða stórkostlega náttúru Glerárdals og Glerárgils þá ætla þeir að búa til vasabókarútgáfu af virkun og eyðileggja þar með möguleika á heildstæðum fólkvangi á Glerárdal.

Stjórnmálamenn á Akureyri spila með eins og umhverfisráðherra við Þjórsá.

Glerádalur - fólkvangur með virkjun og skertum fossum og árrennsli er allt annar Glerárdalur en sá sem við þekkjum í dag.

Dæmigerði skammtímasýn, sömu ættar og þegar efnistakan nánast eyðilagði dalinn á síðustu áratugum.

Á fundi í gær kom í ljós að bæjaryfirvöld - skipulagsyfirvöld ætla sér að fella skessukatlan og fossana í Glerárgili af náttúrminjaskrá.

Hér er á ferðinni sorglegt skilningleysi á nátturvernd og framtíðarmöguleikum í þeim málaflokki, ferðamenn hafa ekki áhuga á að skoða vatnslausa fossa og skessukatla.

Glerárgil er stórkostleg náttúrusmíð og væri einn af stóru möguleikum í ferðamennsku á Akureyri.  Staður sem allir ferðamenn ættu að sjá. En svo er ekki og mun ekki verða fái Fallorka veiðileyfi á náttúruna ... þar hverfa risahagsmunir Akureyrar og þess í stað er verið að þjóna orkufyrirtæki með smávirkjun sem skiptir nánast engu í hinu stóra samhengi.

Meiri hagsmunir fyrir minni... sem ætti ekki að fara framhjá neinum sem hugsa lengra inn í framtíðina.

 

Þegar vinnu við stofnun fólkvangs er lokið verður gerð breyting á aðalskipulagi Akureyrar þar sem mörk fólkvangs verða sett inn á uppdrátt, friðlýsingarskilmálar skilgreindir í greinargerð og Glerárgil   (frá Hlíðarbraut að ármótum Glerár og Hlífár) fellt úr sem svæði á náttúruminjaskrá.


mbl.is Leggjast gegn Sprengisandslínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband