Lækkun á lúxusþrepinu - hækkun á matarverði.

Ég vil lækka efra þrepið og það er ekki ólíklegt að við þurfum að hækka neðra þrepið á móti, en til að vega á móti neikvæðum áhrifum af þeirri aðgerð lækkar efra þrepið og síðan viljum við skoða vörugjöldin til lækkunar og fella þau burt í sumum tilfellum,“ segir Bjarni, en hann segir að þrátt fyrir að neðra þrepið myndi hækka matvælaverð eitthvað, þá sé efra þrepið stóri skattstofninn og lækkun á honum muni vega á móti þeirri hækkun.

___________________

Nú boðar hægri íhaldsstjórnin hækkun á matarverði fjölskyldnanna og á móti á að lækka lúxusþrepið eitthvað.

Hækkun á matarskatti hittir þá fyrir sem síst skyldi og kannski staðfestir enn og aftur þá sýn og þær áherslur sem ríku strákarnir hafa.

Satt að segja er maður orðinn undrandi á þeim áherslum sem ríkisstjórnarflokkarnir draga upp úr hattinum.

Þetta er sennilega með verri hugmyndum sem þeir hafa fengið þegar horft er til barnafjölskyldna og þeirra sem minnst hafa.

 


mbl.is Vill breyta virðisaukaskattsþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru allir sem kaupa vörur sem eru í efra þrepi, sem og þjónustu - lækkun á efra þrepi lækkar t.d. verð á mörgu sem er inni í vísitöluútreikningum og hefur þannig áhrif á lán og annað. Einföldun á vaskkerfinu einfaldar líka bókhald og dregur úr kostnaði. Þessar breytingar þurfa ekki að þýða það að meira fer úr veski þeirra sem minnst hafa, þvert á móti

Jón (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 15:39

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Neiþ Lækkun á efra þrepi per se hefur engin áhrif á vísitöluútreikning.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2014 kl. 15:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Viðbrögðin hja vinstra liðinu eru svo fyrirsjáanleg að þetta er orðið hvimleitt

Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 18:07

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ætli viðbrögð við hækkun matarverðs hafi nokkuð með vinstri og hægri að gera... óttaleg einföldun hjá Sleggjunni  

Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2014 kl. 18:11

5 identicon

Já, lúxusvörur eins og bremsuborðar, mannbroddar og plástrar lækka meðan lífsnauðsynjar eins og kavíar, camembert og gæsalifrarkæfa hækka í verði. Skamm.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 18:38

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Margir segja að vinstri og hægri á ekki við í dag og svo framvegis

En allir sem vilja sjá það greinilega.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 19:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju ættu vinstri menn svokallaðir, að vilja hærra matarverð?

Almennt um efnið, að þá er þetta svo ósvífið af öfga-hægri stjórninni - að mann rekur í rogastans hreinlega.

Að sjá svo propagandað í kringum þetta er viðbjóðslegt.

Formaður sjalla var að boa stórhækkað matarverð! Halló. Það er eins og fólk hafi ekki enn kveikt á peru eða þá að þeir vilji bara hafa slökkt á toppstykkinu.

Sjallar og elítustjórnin reikna með að fjöldi manns þurfi að fara á bætur útaf þessu. (Líklega ekki forsendubrestarbætur þó.=

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2014 kl. 19:43

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar !

Útskýrðu athugasemd þína númer 2 þannig að ég geti skilið af hverju vísitölugrunnur þess þreps sé óbreyttur við lækkun á eldsneyti og öðrum þurftavörum.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.1.2014 kl. 22:27

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver segir að það lækki? Show me the money.

Það hefur aldrei nokkur hlutur lækkað hér til lengri tíma litið síðan sautjánhundruð og súrkál. Ef það þá gerðist þá sem eg efast um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2014 kl. 01:18

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú semsagt hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að fara, skáldar í eyðurnar og besservisserar í allar áttir.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.1.2014 kl. 09:46

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju ætti eg eigi að vita það? Þetta er nú ekkert mjög flókið sem eg er að segja og meðalgreindur maður ætti að skilja á innanvið 5 sekundum. En jú jú, liðsmenn framsjalla og LÍÚ klíka reiða ekki vit í breiðum þverpokum og þessvegna tæpleg færir um að skilja mælt mál. Þeir virðast eingöngu færir um að skilja hálfvitaprópaganda sem framsjallahyskið og LÍÚ klíkan matar þá á með þjóðrembingsteskeið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2014 kl. 11:49

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

????? Það tekur því ekki að eyða á þig rituðu orði.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.1.2014 kl. 13:10

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Viljið þið sjallar ekki bara fara að grenja? Það tókst bærilega síðast hjá formannsræksninu ykkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2014 kl. 13:17

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ómar

viltu ekki einfalda virðisaukaskattskerfið?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2014 kl. 13:41

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Abstrakt spurning. Hvað er einfalt og hvað er ekki einfalt.

Það sem eg er á móti er að þeir sjallar hækki matarverð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2014 kl. 14:22

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Leitaðu þér lækninga, erlendis helst.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.1.2014 kl. 19:38

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú einfaldar skattkerfið með því að hafa eitt virðisaukaskattþrep.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2014 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband