Framsókn, forneskjan og umhverfismálin.

Í ljósi ákvörðunar umhverfisráðherra um breytingar á fyrirhugaðri stækkun friðlýsingarsvæðis Þjórsárvera og mögulegra veituframkvæmda við Norðlingaöldu, vilja Samtök ferðaþjónstunnar ítreka mikilvægi þess að staðið sé við samþykkta rammáæltun.

____________

Framsóknarflokkurinn mun seint teljast nútímalegur í umhverfismálum.

Ég hef þó kynnst einum og einum Framsóknarmanni sem hefur skilning á því sjónarmiði að láta náttúruna njóta vafans og meira að segja hafa þá skoðun að gæta skuli hófs og sýna skynsemi í virkjun fallvatna og jarðhita.

Sigurður Ingi er aftur á móti af gamla og algengasta Framsóknarskólanum.  Nýting er þeirra ær og kýr og farið fram með óbilgirni og lítilli fyrirhyggju þegar kemur að virkjunarmálum.

Kárahnúkar og þau umhverfisáhrif sem við sjáum nú þeim tengdum mun verða minnisvarði Framsóknarflokksins til efsta dags.

Nú hefur jarðvöðullinn Sigurður Ingi stigið fram og rofið þá sátt sem náðst hafði í tengslum við rammaáætlun og búið til sérkennilega totu í fyrirhugað friðland samkvæmt pöntun Landsvirkjunar.

Látum það var og að hann væri heiðarlegur og viðurkenndi hverra erinda hann gengur.

En svo er ekki, hann nánast hæðst að þeim sem eru á þeirri skoðun og svarar nákvæmlega engu, frá honum koma einungis útúrsnúningar og loðmulla.

Sorglegt að enn skuli þetta 20. aldar sjónarmið og skammsýni ráða för hjá valdamönnum.

Reyndar má víða sjá þess merki og nær okkur Akureyringum en Þjórsárver.

 


mbl.is Ósátt við breytingar á rammaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband