9.1.2014 | 10:45
Heilbrigðisráðherra á skjön við fjármálaráðherra.
Ég vil láta þess getið að í bréfi sem fór til aðila vinnumarkaðarins í dag og í yfirlýsingu sem nú hefur verið birt koma fram frekari aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir samhliða því frumvarpi sem nú er til umræðu. Þar er fyrst og fremst um að ræða aðgerðir til þess að halda aftur af verðbólgunni, aðgerðir til að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, krónutölusköttum og -gjöldum næstu árin, enda haldi forsendur kjarasamninga að öðru leyti, atvinnulífi aftur af launaskriði og hækkunum á vöru og þjónustu. Ríkisstjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þar með talin orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar ......"
Yfirlýsing fjármálaráðherra í tengslum við kjarasamninga.
Heilbrigðisráðherra virðist óbundinn af þessu samkomulagi og skrifaði undir 20% hækkun daginn áður.
Eru þeir ekki í sama flokki og sömu ríkisstjórn ?
Rök heilbrigðisráðherra í fréttum voru síðan óskiljanleg.
Það sem snýr að launafólki í landinu er að 20% hækkun er staðreynd og tilraun heilbrigðisráðherra við að rökstyðja ákvörðun sína var alveg einstaklega óskilanleg, í það minnsta er hætt við að fáir átti sig á þeim langhundi.
Hætt er við að margir sem eru að greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga hnjóti um þennan gjörning hægri flokkanna.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni minnir á að stjórnvöld hafi í tengslum við kjarasamninga lofað að endurskoða gjaldskrárhækkanir. „Við erum að taka til endurskoðunar þær breytingar á krónutölum og sköttum sem að hækkuðu um áramótin og við lofum því að verði kjarasamningarnir staðfestir munum við færa til baka sumar af þeim gjaldskrárbreytingum þannig að við verðum tryggilega undir viðmiðum Seðlabankans um verðbólgu.“
___________________
Hvorn er að marka....fjármálaráðherra eða heilbrigðisráðherra sem útskýrði í löngu máli að það sem hann var að gera var ekki neitt á skjön.
Kannski ógildir fjármálaráðherra undirskrift hans.
Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2014 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.