27.2.2007 | 22:56
Frábært framtak.
Ólíkt hafast menn að. Þær fréttir berast að Sparisjóður Svarfdæla hafi gefið Dalvíkingum menningarhús. Svo segir í fréttinni.
Í ljósi góðrar afkomu Sparisjóðs Svarfdæla á árinu 2006 hefur stjórn hans samþykkt að leggja til við aðalfund að sparisjóðurinn kosti byggingu menningarhúss á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi teikningum sem kynntar hafa verið bæjarráði Dalvíkurbyggðar. Húsið mun meðal annars rúma fjölnotasal, bókasafn, kaffihús og upplýsingamiðstöð og mun Dalvíkurbyggð, fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins, taka við rekstri menningarhússins að byggingu lokinni. Áætlaður byggingarkostnaður, og þar með andvirði þessarar gjafar til íbúa í Dalvíkurbyggð, er um 200 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu.
Er mögulegt að fréttir í þessum anda hefðu birst og hefðu hljóðað svo. Landsbanki Íslands gefur íslensku þjóðinni milljarð upp í nýtt sjúkarhús eða Glitnir gefur Sjálfsbjörg 800 milljónir til uppbyggingar ? Eða kannski Kaupþing banki gefur þjóðinni barnaspítala fyrir 2 milljarða. Þó svona frétt hefði borist hefðu þessir bankar samt verið að nota stórum minni hluta gróða síns til gjafa en þessi litli sparisjóður norður í landi.
En finnst mönnum það trúlegt að bankastjórar og bankastjórnir þessara banka hefðu komist af svipaðri niðurstöðu ? Nei varla...einu fréttirnar sem við fáum þaðan eru frásagnir að hundruð milljóna launagreiðslna til bankastjóranna og það sem meira er ... þeim þykir svo sjálfsagt að hafa 500 milljónir í launagreiðslur á ári. Er ekki eitthvað að í Íslensku þjóðfélagi að verða.
Til hamingju Dalvíkingar... það eru forréttindi að hafa slíkt fyrirtæki í bænum. Þvílíkur sómi og örlæti.
Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.