Jákvæð niðurstaða málaefnalegrar stjórnarandstöðu.

Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu þingmála fyrir þinglok. Samkomulagið felur m.a. í sér að desemberuppbót til atvinnuleitenda verður greidd, en kostnaður við þetta er áætlaður um 450 milljónir.

Greiðsla á desemberuppbót felur í sér að gerð verður breyting á fjáraukalagafrumvarpi. Aðrar breytingar verða ekki gerðar á því. Hins vegar verða gerðar nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpinu að kröfu stjórnarandstöðunnar.

_______________________

Allir landsmenn voru sammála um að óréttlæti stjórnarflokkanna yrði að stöðva.

Nú hefur stjórnarandstöðunni tekist að ná fram réttlæti fyrir þá sem minnst mega sín og minnst hafa milli handanna á Íslandi.

Stjórnarflokkarnir voru staðfastir i að þetta ætti ekki að gerast, formaður fjárlaganefndar hnykkti á því.

Sorglegt hugarfar.

En með staðfestu og málefnalegri stjórnarandstöðu tókst að hrinda óréttlætinu.

Það mun hjálpa mörgum sem lítið hafa handa á milli.


mbl.is Samþykkt að greiða desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég gat ekki betur heyrt en forystukind fjárlaganefndar væri yfirmáta ánægð yfir þessu samkomulagi. Ekki var annað á henni að skilja en stjórnarflokkunum hafi á endanum tekist að fá stjórnarandstöðuna með sér í þetta mikilvæga verk. Hún á hrós skilið þessi kona!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2013 kl. 09:41

2 identicon

Jón þú getur kannski upplyst mig afhverju þessi desember uppbót til atvinnulausra var ekki í fjárlögum 2013 því greiðslan tilheyrir augljóslega þeim fjárlögum?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 10:20

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefán..hefur þú ekki fylgst með umræðunni um fjáraukalög, þar er tekist á um þessi mál.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2013 kl. 11:40

4 identicon

Já, en afhverju þarf að koma þessu í fjáraukalög? Afhverju var atvinnutryggingasjóðurinn í þetta miklum halla? Maður hefði nú haldið að þetta yfirburðar manngæsku fólk síðustu ríkisstjórnar hefðu nú haft hugsun á að fjármagna sjóðinn til fulls, allavega útfrá því hvernig það talar um þessar mundir.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband