Misskilningur - kennir alltaf öðrum um.

„Hins vegar má líta svo á að Evrópusambandið hafi sent Íslendingum þau skilaboð að það líti svo á að viðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið með ákvörðuninni sem Evrópusambandið tók varðandi IPA-styrkina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í umræðum á Alþingi í dag og vísaði þar til IPA-styrkja ESB sem ætlað er að undirbúa ríki fyrir inngöngu í sambandið.

__________________

SDG er ótrúlegur, allt sem gerist á EKKI rætur að rekja til hans eða samstarfsmanna hans.

Allt er öðrum að kenna.

Misskilningur er hans uppáhaldstilvitnun.

Hann hefur greinilega misst af því hvað utanríkisráðherra aðhafðist á fyrstu dögum nýrrar ríkissjórnar.

Fór hamförum gegn ESB viðræðum, kallaði sambandið ýmsum nöfnum og að lokum vildi hann ekki sjá glerperlur ESB, IPA styrkina.

Að lokum var viðræðunefndin leyst upp.

Allt var þetta gert án þess að það væri rætt á Alþingi sem er furðuleg stjórnsýsla.

Nú er þetta allt orðið ESB að kenna þeir hafi í raun slitið aðildarviðræðum.

SDG gengur greinilega útfrá því að þjóðin séu tómir kjánar og sjái ekki í gegnum þessar marklausu yfirlýsingar hans.

Hann er í reynd að verða kátbroslegur í hvert skipti sem hann byjar að tala um MISSKILNINGINN,  það virðast flestir í þessu þjóðfélagi vera kjánar að hans mati.

Ef hann hefur tapað af atburðarás síðustu mánaða ætti ætti hann að skella sér á Skagfirska efnahagssvæðið og ræða þetta við utanríkisráðherra, sem sennilega man ekkert af því sem þeir hafa verið að bardúsa síðan í vor.

Framsóknarflokkurinn hefur valdið ómældu tjóni, milljarðar hafa tapast með vondri stjórnsýslu og misheppnuðum uppákomum á því hálfa ári sem þeir hafa verið við völd.


mbl.is ESB sjálft slitið viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband