10.12.2013 | 14:26
Vindhanar snúast eins og vindurinn blæs.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var búin að samþykkja niðurskurð í ríkisfjármálum upp á milljarð sem nú stendur ti að draga til baka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá þessu eftir ríkisstjórnarfund í morgun, líkt og greint var frá á RÚV í hádeginu. Samkvæmt minnisblaði sem ríkisstjórnin sendi til fjárlaganefndar á föstudaginn lá hins vegar fyrir þá að stjórnin var búin að samþykkja tillögurnar. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
DV.is
Ég geri ekki ráð fyrir að það verði nein skerðing á barnabótum þegar niðurstaða fjárlagavinnunnar liggur fyrir, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag.
mbl.is
____________________
Ríkisstjórnin snýst eins og vindhani.
Einn daginn er þetta, næsta dag eitthvað annað.
Vigdís formaður fjárlaganefndar var kokhraust um helgina, allt á kláru og ekkert bakkað.
Nú er hún gerð ómerkingur orða sinna því formenn stjórnarflokkanna snúast eins og vindhanar eftir því hvernig vindurinn blæs.
Mér sýnist að formenn stjórnarflokkanna séu að nota hana til að mæla hitastigið og gera hana að hálfgerðum kjána aftur og aftur.
Sennilega eru þeir að setja heimsmet í því að skipta um skoðun í fjárlagavinnunni.
Eru nú að breyta kúrs í þriðja sinn með sama málið.
Óttalega er þetta nú lítið traustvekjandi.
Ekki skorið niður í barnabótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þetta er stefna stjórnarinnar og henni verður ekki breytt" sagði VH. Núna hefur stefnunni verið breytt - hvernig ætli VH útskýri það? En hvar verður borið niður næst í fjárleitinni? Líkast til verða uppáhalds skattgreiðendur Sjálfstæðisflokksins áfram skotmarkið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2013 kl. 14:33
Hvernig ætli VH geti þolað að vera gerð að kjána aftur og aftur...kannski fattar hún það ekki ?
Jón Ingi Cæsarsson, 10.12.2013 kl. 14:39
Hvaða væl er þetta.
Það er bara frábært að þessi ríkisstjórn skuli hlusta.. það eru allaveag framför frá ríkisstjórn Jóhönnu sig.
stebbi (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.