Íhaldsflokkar í hnotskurn, sú hægri gefur sú vinstri tekur.

Til umræðu er í fjárlaganefnd Alþingis að lækka hámark vaxta- og barnabóta um samtals 600 milljónir króna og setja það fjármagn í staðinn í að styrkja heilbrigðiskerfið. Þá er einnig til skoðunar að lækka framlög til þróunaraðstoðar í sama tilgangi. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í sunnudagsþætti Gísla Marteins Baldurssonar í Ríkissjónvarpinu í dag.

___________________

Ég ætla ekki að trúa því að íhaldsflokkarnir skeri niður vaxta og barnabætur umfram það sem þeir hafa þegar gert.

Tvöfeldnin í þeirri aðgerð er himinhrópandi.

Fyrst er haldinn fundur um skuldaleiðréttingar heimilanna sem ganga út á að ríkissjóður ábyrgist hluta og þú sjálfur borgar hluta.

Gott og vel.

Fáeinum dögum síðar mæta sömu menn og tilkynna þessum sömu fjölskyldum að þeir ætli að skerða vaxta og barnabætur.

Eimitt sá hluti þjóðfélagins, barnafjölskyldur þola síðst að á þeim sé níðst.

Tvöfeldnin er skelfileg, sú hægri réttir, sú vinstri tekur.

Svo er niðurskurður á þróunaraðstoð sérstakur kafli sem ekki er annað en hægt að skammast sín fyrir sem íslendingur. 

En þeir ríkari í þjóðfélaginu anda léttar, þeir eru í öruggu skjóli. 


mbl.is Heilbrigðiskerfið fram yfir þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spurningin er ekki, Jón Ingi, hvort, heldur HVAR á að draga saman.

Það vantar 27 milljarða upp á, að fjárlög Jóhönnustjórnar standist!

Hvernig getum við gefið þá peninga úr landi sem við eigum ekki? Eða leggurðu til nýja skatta upp á 27 milljarða?

Jón Valur Jensson, 8.12.2013 kl. 20:10

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já er það Jón Valur, ertu búinn að leggja saman afsláttarpakkann sem búið er að úthluta til þeirra sem meira mega sín ?

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu við íbúðalánin? Ertu á móti lækkun skuldanna?

Og hver eru svör þín við spurningum mínum hér?

Jón Valur Jensson, 8.12.2013 kl. 22:28

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er nauðsynlegt að útgerðin tapi engu og kvótinn verði áfram hjá þeim sem mala gull, annars getur þjóðin ekki komist af. Er þetta ekki einhvernvegin þannig Jón Valur ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.12.2013 kl. 23:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlar þú að fara að gera út, Guðrún Þóra? Ýmsir hafa sérhæft sig til vissra starfa og fengið jafnvel sérleyfi til starfa þar, s.s. sem lögfræðingar, læknar, vélstjórar, lögreglumenn, kennarar, rörlagningamenn, rakarar, þjóðkirkjuprestar, arkitektar, verkfræðingar o.s.frv. o.s.frv. Ekki gengur hver sem er inn í þeirra störf, og það sama á við um sjómennsku og útgerð, sem er þó miklu opnari starfsvettvangur en það sem hér var talið upp. Til að gerast útgerðarmaður geturðu t.d. selt gróðurhúsið þitt eða tölvuþjónustufyrirtækið eða íbúðina þína í Garðabænum eða í Mosó, byrjað smátt, en fært þig svo í aukana, og ef þú vilt gerast háseti á allstórum bát, þarftu bara að fara í Slysavarnaskóla sjómanna. Ég stend ekki með einkarétti útgerðarmanna á kvótanum, en lít á mestallt þetta kvabb út í þá eins og það er -- kvabb. Og útgerðir á Íslandi hafa verið arðrændar af ríkinu ("í þágu almennings") áratugum saman, þar til nánast á þessari öld. Nú er hlut þeirra snúið við, og vissulega "er nauðsynlegt að útgerðin tapi engu" (fyrir utan nokkra skussa, sem reynast ekki færir um þetta). Get rætt þetta nánar; nóg í bili.

Jón Valur Jensson, 10.12.2013 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband