Milljarða álögur á íbúa sveitarfélaganna ?

Ekkert samráð
Hafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.

Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“

 http://www.visir.is/ekkert-samrad-vid-sveitarfelog-sem-tapa-milljordum/article/2013131209259

__________________

Formenn ríkisstjórnarflokkanna virðast ekki hugsa neitt í víðu samhengi.

Eftir skrautsýningu þeirra í Hörpu hafa ýmsir alvarlegir fylgifiskar tillagna þeirra um skuldaleiðréttingar verið að koma í ljós.

Nú er að renna upp fyrir ýmsum ljós.

Skattfrelsi það sem ríkisstjórnarflokkanna ákváðu einhliða er að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sveitarfélögin.

Þau tapa milljörðum á skattfrelsi lífeyrissparnaðar.

Gott og vel, er ekki gott að fá þetta skattfrjálst hugsa margir.

En það er með þetta eins og annað ( sem formenn stjórnarflokkanna hafa enn ekki áttað sig á ) að þegar tekur eru skertar þá hefur það afleiðingar.

Sveitarfélögin, flest berjast í bökkum. Alveg á hreinu að þau þola ekki að ríkisstjórnin hafi af þeim tekjur sem skipta milljörðum.

Það þarf þá væntalega að sækja í vasa íbúanna með hækkuðum gjöldum því ekki verður meira sótt í gegnum útsvarið sem er fullnýtt hjá flestum sveitarfélögum.

Ríkisstjórnin er á villigötum, þeim er svo í mun að standa við einhvern hluta af kosingaloforðum Framsóknarflokksins að þeir sjást ekki fyrir í ruglinu.

Flotta trixið þeirra með skattfrelsi sérlífeyrissparnaðar verður greitt af stórum hluta af íbúum sveitarfélaganna með auknum álögum og hækkuðum gjaldskrám.

Það nefnilega ekkert hókus-pókus í þessu öllu saman þó SDG haldi því fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gétur ríkistjórninn borgað þettað til baka þegar þeir rukka bankana svo það ætti að koma á slettu fyrir sveitarfélöginnjón. jón má ekki gleima því að þettað átti að koma inní rekstur þeirra fyrr en eftir nokkur ár.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband