Útkljáð fyrir dómstólum. Á gráu svæði ?

Tilraunir verða gerðar til að hafa áhrif á umræðu um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar og taka ber áróðri erlendra kröfuhafa með fyrirvara.

SDG ráðherra.

_______________________

Áróður skiptir litlu máli í þessu samhengi.

Kröfuhafar munu einfaldlega láta á þetta reyna fyrir dómstólum og niðurstaðan kemur frá þeim.

Flestir eru sammála um að þessi áform eru á gráu svæði.

Það er því varla að vænta niðurstöðu og fjármuna á næstunni, kannski ekki á næstu árum.

Þess vegna er fjármögnun skuldaniðurfærslu vafasöm og eins og stjórnarflokkarnir leggja upp málið þá mun ríkissjóður þurfa að koma með fjármunina, þvert á það sem haldið hefur verið fram til þessa.

Kannski hefur ríkissjóður burði til að reiða fram 50-70 milljarða á næstu fjórum árum í þetta verkefni ef svona fer, ef svo er þá hefur lítið verið að marka fjármálaráðherrann og tölurnar í fjárlagafrumvarpinu.


mbl.is Býst við áróðri kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Plan B, ef dómsmál tapast, hlýtur að vera að hleypa kröfuhöfum ekki í erlendu eignir þortabúanna nema að skilja þær íslensku eftir til ráðstöfunnar fyrir ríkið.

Benedikt Helgason, 2.12.2013 kl. 08:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er því varla að vænta niðurstöðu og fjármuna á næstunni, kannski ekki á næstu árum.
Sem betur fer þurfum við ekki að biðja Hæstarétt um leyfi til að leggja á skatta Jón. Það er búið að boða að bankaskatturinn verður hækkaður og að hann muni líka ná yfir þrotabú í slitameðferð. Skil ekki þessa fúllyndu afstöðu ykkar Samfylkingartrúðanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2013 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband