Þeir skuldlausu greiða - ríkissjóður ber áhættuna.

Í vor var lofað 300 milljarða skuldalækkun en nú eiga 80 milljarðar að koma til lækkunar skulda. Milljarðarnir koma ekki úr vösum erlendra kröfuhafa eins og lofað var í vor heldur úr ríkissjóði. Svo situr ríkissjóður uppi með áhættuna og hausverkinn um hvernig eigi að borga þetta,“ segir Árni Páll.

______________________

Fjármögnun þessar 80 milljarða skuldalækkunar er mjög óljós.

Talað er um skatt á þrotabú bankanna, það er fugl í skógi eins og flestir vita.

Ljóst er að ríkisstjóði er ætlað að vera fullur þátttakandi í þessari niðurfærsluleið.

Það stóð ekki til samkvæmt óteljandi viðtölum við SDG fyrir kosningar.

Ef þessi fjármögnun sem silfurdrengirnir horfa til klikkar, sem eru miklar líkur á það tekur ríkissjóður skellinn.

Ef landfeður hefðu snefil að skynsemi þá tækju þeir ekki þá áhættu að skrifa gjaldþrota ríkissjóð fyrir ábyrgum á skuldum sumra hópa skuldara.

Niðurstaðan gæti orðið sú af allt fer á versta veg að allir þeir sem ekkert skulda og hafa haft allt sitt á hreinu lendi í því að greiða niður skuldir annarra með sköttunum sínum.

Það sem nú gæti gerst í framhaldinu að lánshæfimat landsins verði lækkað vegna þessarar áhættu, reyndar hefur eitt matsfyrirtæki þegar gert það. 

Kosningaloforð Framsóknarflokksins er að engu orðið en skattaleið Sjálfstæðisflokksins virðist hafa orðið ofan á í þessu reiptogi flokkanna.

Geir Haarde sagði guð blessi Ísland á sínum tíma, kannski er hreinlega ástæða til að fara að rifja það upp næstu misserin. 


mbl.is Hámarkslækkun höfuðstóls 4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær voru 300 milljörðum lofað? Ég man vissulega eftir því að menn töluðu um að það væri svigrúm í uppgjöri bankanna upp á hugsanlega 300 milljarða en því var aldrei lofað í þessu samhengi. Hinsvegar var því lofað að leiðrétta forsendubrestinn sem væri umfram einhverja eðlilega verðbólgu og það sýnist mér hafa verið gert. Einu aðilarnir sem ég heyrði tala um 300 milljarað krónu lækkanir voru þínir flokksmenn þegar þeir voru að tjá sig um loforð framsóknarmanna. Vinstri menn geta því miður ekki talist góð heimild og þá sérstaklega samfylkingarmenn. Viðbrögð þín og formanns samfylkingarinnar eru fyrirsjáanleg en samt einhvern vegin dapurleg. Afhverju getur þú ekki séð sóma þín í að óska íslendingum til hamingju og gleðjast í stað þess að leggjast í þessa aumkunarverðu lágkúru? Þessi aðgerðir eiga allavega eftir að koma mér mjög vel.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:50

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

@Stefán Örn valdimarsson. Sigmundur Davíð útskýrði þetta vel í dag hann hefur ekki lofað 300 milljörðum það er uppdiktuð tala frá Jóni Inga og félögum í samfylkingunni. En það er undarlegt að Jón Ingi hafi svona miklar áhyggjur af 80 milljörðum sem er bara brot af því sem hann vildi endilega að ríkissjóður ábyrgðist að borga í icesave deilunni.

Hreinn Sigurðsson, 1.12.2013 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigmundur Davíð er margsaga í þessu og það er ekki nema á færi sérfræðinga í blekkingum að átta sig á þessu öllu.

Mín reynsla af Sigmundi er sú að hann virðist t.d. nota venjuleg orð öðru vísi en fólk flest. Efndir „strax“ merkir ekki strax heldur smám saman á næstu 4 árum, þ.e. inn í næsta kjörtímabil þegar hann er vonandi margfallinn af þingi.

Eg held að Sigmundur sé búinn að slá íslandsmetið í blekkingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband