Meira hland í skóinn.

„Vandinn við íslenska stjórnmálamenn, hvort heldur vinstri-, miðju- eða hægrimenn, er að þeir velja alltaf skammtímalausnir," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank í viðtali við Bloomberg. 

„Þannig var í pottinn búið þegar allt var á uppleið á Íslandi. Þá vildi engin horfa til framtíðar.

 Þannig er jafnframt í pottinn búið í dag, þar sem stjórnmálamenn eru æstir í að senda öllum tékka til þess að tryggja vinsældir sínar til næstu ára,“ segir enn fremur í frétt Bloomberg.

____________________

Það er farið að örla á heimsmeti SDG.

Enn ein skammtímalausn fyrir fáa og ekkert fyrir flesta.

Séreignarsparnaður notaður til að lækka höfðuðstól og gefa af því skattaafslátt, að sjálfsögðu mest fyrir þá sem mesta hafa.

En mergurinn málsins er.

Þetta er skammtímalausn sem ef til vill getur hjálpað fáeinum um skamma hríð.

Erlendir sérfræðingar hafa þegar lýst því yfir að hér sé enn ein skammtímalausnin á ferðinni, og að sjálfsögðu alls ekki fyrir alla.

Skammsýni og úrræðaleysi einkennir þessar væntanlegu tillögur og sannarlega eru þær víðsfjarri því heimsmeti sem SDG boðaði fyrir skömmu.

En nú á þingið eftir að skoða þessi mál og allar þær aukaverkanir sem því fylgja að auka seðlaprentun, auka peninga í umferð og síðast en ekki síðst að auka kaupmátt þeirra ríkustu.

Eitt matsfyrirtæki hefur þegar lækkað lánshæfimat landsins vegna þessara áforma.

Vonandi færi skynsemin að ráða þegar upp verður staðið.


mbl.is „Velja alltaf skammtímalausnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er trú mín að þjóðin dusti rykið af búsáhölldunum fljótlega eftir áramót. Þessi ríkisstjórn verður komin í stríð við eigin þegna, sjái hún ekki að sér.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 11:12

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú athyglisvert að sjá stuðningsmenn framsjalla sem djöflast hafa hér á blogginu í mörg ár varðandi skuldamál ,,heimilanna í landinu hérna!". Nú er Loforðið stóra komið fram - og það felst í ekki neinu! En svo er að skilja núna á stuðningsmönnum framsjalla - að þetta sé allt og paradís sé komin!

Nú bíður maður spenntur eftir pistli frá svokölluðum ,,hagsmunasamtökum heimilanna" og ,,marinó njálssyni" og fleirum sem munu dásama þessar ,,aðgerðir" ójafnaðarstjórnarinnar.

Hahaha það verðu mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum vitleysingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2013 kl. 11:38

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þið eruð svo litaðir af pólitískum skoðunum ykkar að það er ekki orð að marka ykkur.

Teitur Haraldsson, 28.11.2013 kl. 12:43

4 identicon

Teitur minn....í hvaða flokki heldurðu að Lars Christensen sé í..eða er hann bara heimskur starfsmaður  Danske bank sem þyrfti að fara á endurmenntunar námskeið...??

SjálfstæðisFLokkur og Framsóknarsjallar bjóða þjóðinni uppá skammtímalausnir en ekki langtímalausnir, allt vegna skammtíma hagsmuna og stundargamans og til að gera heiðarlega tilraun til að hífa fylgi flokka þeirra upp.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 15:53

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Kosningaloforð beggja stjórnarflokkana var um leiðréttingu osfrv lána. Þarf það að koma ykkur á óvart þegar þeir svo standa við það.

Svo skulum við hafa hugfast að kosningaloforð eru efnd 5 mínútur í kosningar annars bera þau engan árangur.

Hvað útfærsluna varðar þá er, eins og segir í fréttinni „Ef þetta verði gert í gegnum skattkerfið þýði það minni skatttekjur ríkissjóðs.“ „EF“!

Ég ætla ekki að gefa mér að Lars Christensen hafi sagt allt sem er fjallað um í þessari grein, enda getur það valla verið það er ekki enn vitað hvernig þetta verður útfært.

Teitur Haraldsson, 28.11.2013 kl. 18:14

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Svolítið einkennilegt að fullyrða að einhverjum verði sendur tékki, það hefur aldrei verið talað um það, heldur að höfuðstóll lána verði lækkaður, og því verður greiðslubyrgði lántakenda eitthvað lægri til framtíðar, alls ekki að þeir geti leyst út tékkann sinn og skroppið til Spánar eða eitthvað annað og setið svo í sömu eða verri skuldasúpu í framtíðinni.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.11.2013 kl. 02:06

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hvað gerir þennan Lars Christensen svona sérfróðan um málefni Íslands, er það að hann er útlendingu?.  Við höfum fengið að sjá og heyra svo mörg "sérfræðiálit" hagfræðinga, aðal hagfræðinga og hagfræði lektora og prófessora og útlendinga sem hafa alls ekki staðist.  Má þar nefna fullyrðingar um að ef eitthvað eða annað þá verði Ísland "Kúba norðursins" og annað bull sem hefur ekki verið neinn fótur fyrir.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.11.2013 kl. 02:15

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vil minna á aðvörun biblíunnar að byggja hús á sandi. Sigmundur vill byggja heilu borgirnar á loftinu. Mætti biðja um jarðtengingu áður en loforðaborgirnar hans Sigmundar flúgi burt í næstu golu?

Guðjón Sigþór Jensson, 29.11.2013 kl. 12:41

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sennilega gleymast loforð Sigmundar aldrei á meðan landið er byggt, hvort hann stendur við þau eða ekki verður að koma í ljós, ég verð að viðurkenna að ég er svolítið efins í því eins og þú virðist vera, kannski ekki alveg eins, ég vil gefa honum séns áður en ég fer að bera hann út sem svikahrapp og lygara.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.11.2013 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818100

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband