23.11.2013 | 17:58
Kjarabarátta á villigötum.
Samtök atvinnulífsins saka Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðshreyfingar Akraness, um smekkleysi og að fara með umræðuna niður á áður óþekkt plan með því að setja atvinnurekendur í hlutverk nasista.
________________
SA fór niður á óþekkt plan í smekkleysu í auglýsingaherferð sinni þar sem láglaunafólki var kennt um verðbólgu og óáran í þjóðfélaginu.
Kannski meintu þeir það ekki þannig en ég hef ekki hitt einn einasta mann sem ekki skildi það þannig.
Ótrúlega dómgreindarlaust af SA.
Svo kemur verkalýðsfélag og bætir um betur.
Auðvitað er þetta fullkomlega smekklaust myndband og skilar engu í í kjarabaráttu eða til launafólks.
En það sem það þó gerir að það dregur fram smekkleysuna í þeim aðferðum sem bæði SA og viðkomandi verkalýðsfélag gera sig sek um.
Svona aðferðir skila nákvæmlega engu og ég held að allt launafólk hljóti að skora á báða aðila að hafa uppi heiðarlegar kjaraviðræður og láta af svona.
Kjaraviðræður og kjarabarátta er ekki spurning um að spæla mest eða fara út í sálma sem koma málum ekkert við.
Heiðarlegar kjaraviðræður eru spurning um traust og svona aðferðir eru ekki til þess fallnar að bygga upp slíkt.
Formaðurinn fer niður á áður óþekkt plan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við getum ekki öll fengið bitlingastöður í boði stjórna
Óskar Guðmundsson, 23.11.2013 kl. 22:40
SA fluttu ljóta lygi með auglýsingaherferð sinni. Ljóst er að um lögbrot er að ræða sem verður að öllum líkindum kært.
Ég hef hinsvegar hvergi séð neina auglýsingu frá VLFA. Eingöngu YouTube myndband sem er augljóslega háðsádeila.
"Untergang meme" er klassískur brandari sem allir þekkja sem ekki búa í helli. Þetta er sambærilegt við Spaugstofuna.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 21:19
Í þessu rugla menn með orsök og afleiðingu.
Ein aðferð við verndun kaupmáttar var að skrá niður alla þætti sem höfðu áhrif á dýrtíðina. Verkalýðshreyfingin krafðist að kaupgjald fylgdi vístölunni og á þetta féllst Vinnuveitendasambandið, forveri Samtaka atvinulífsins. Það má því fullyrða að atvinnurekendur væru samsekir en ekki stikkfrí. Í þessu leynist fremur ómerkileg sögufölsun, ætlaðri þeim sem ekki bera traust til ASÍ og fleiri hagsmunaaðila.
Þessi samningur hefði átt að vera hvatning fyrir Vinnuveitendasambandið að draga sem mest úr hækkun vísitölunnar. Eftir að Davíð Oddsson varð borgarstjóri í Reykjavík 1982 beitti hann sér fyrir gríðarlegri hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur og hún var tengd byggingavísitölu svo það væri alveg öruggt að hún hækkaði sem mest. Var þetta einn liðurinn í áróðursstríði íhaldsins fyri 30 árum. Þá var verið að grafa undan ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sem hann myndaði með frjálslyndustu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en öðrum til mikillrar skelfingar.
Og áróðursstríðið gegn vinstri mönnum og frjálslyndum hefur að jafnaði alltaf tekist. Kannski að íslenskir kjósendur séu einfaldlega ekki nógu kröfuharðir. Hér getur hvaða ómerkilegi styrigakjaftur og lýðskrumari nánast töfrað meirihluta þjóðarinnar með einhverju efnisrýru kosningaloforði sem því miður verður aldrei unn að efna.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2013 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.