Fáránleg auglýsingaherferð.

 

http://www.dv.is/frettir/2013/11/21/margir-stjornarmenn-sa-med-milljonir-i-manadalaun/

Ég áttaði mig ekki á í byrjun hvað auglýsing SA var að segja, eiginlega svo grænn að mér datt ekki í hug að PR hjá einhverjum gæti klikkað svona hroðalega.

Framundan eru kjarasamningar og staðan viðkvæm.

Þegar staðan er þessi þá gera menn ekki svona.

Þar sem leynist glóð leika menn sér ekki með bensín.

Ég er mest forvitinn um hverjir það eru sem ráðleggja svona samtökum, varla taka milljónaforstjórarnir í stjórninni þetta upp með þessum hætti.

En hvað veit maður þegar tengslin við raunveruleika hins venjulega launamanns er ekki til staðar.

Samkvæmt auglýsingunni er skynsamlegt af launamönnum að biðja um 1% launahækkun ( svona ca 2.500 krónur brúttó) og þar með verði öll verðbólgan úr sögunni og allt í lukkunar velstandi.

Svona einfaldanir eru einfaldlega ekki boðlegar og síst þegar ástand á vinnumarkaði er viðkæmt og stjórnvöld spila ekki með eða aðstoða.

Ég trúi varla öðru en SA hætti að ögra verkalýðshreyfingunni með þessum hætti, annað er nánast óhugsandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband