Klofningurinn í stjórnarmeirihlutanum að verða meira sýnilegur.

„Þingmenn Framsóknar hafa beitt sér fyrir því af fullu afli að þetta nái ekki fram að ganga. Því miður eru einu svörin sem við fáum að þessi sameining sé ætlun og vilji ríkisvaldsins og því ekki möguleiki á að ræða t.d. hvort sveitafélag taki rekstur yfir, fyrr en eftir sameiningu.“

________________

Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga trú á skuldaniðurfærsluleið Framsóknar.

 

Framsóknarflokkurinn, í það minnsta einstakir þingmenn eru stórlega andvígir niðurskurðaráformum Sjálfstæðisflokksins.

Þingmenn beggja flokka eru í harðri stjórnarandstöðu.

Fer að minna á kettina hennar Jóhönnu á síðasta kjörtímabili.

Þessi ágreiningur verður sýnilegri með hverjum deginum og ekki kæmi á óvart að syði uppúr einhvern daginn.

Kannski er þessi uppákoma Framsóknarþingmannsins til heimabrúks ?

Það er öllum ljóst að flokkarnir tveir ganga alls ekki í takt og óþolinmæði einstakra þingmanna er að verða mjög sýnilegur.

 


mbl.is Styður heimamenn gegn ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott hjá Jóhönnu. Þetta er greinilega hörkudugleg og klár stelpa, og hún á ekki að láta þessa glæpona stoppa sig í baráttunni frekar en nokkur annar þingmaður. Þetta eru upp til hópa svikarar á toppunum. Við verðum að standa með þeim sem eru að berjast fyrir réttlæti.

Verðtrygginguna burt. Þá verður eftirleikurinn auðveldur og í þágu almennings, gegn þágu sjálftökutoppanna.

Það er ekki von á því að Kristján Þór Júlíusson vinni fyrir almanna-heilbrigði og velferð. Hans hugsjónir snúast um hag Sjálfstæðisklíkunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Landsvirkjun í einkaeigu þeirrar klíku er næsti réttur á braskmatseðli þessarar toppa-þjófaklíku. Fyrst tóku þeir fiskinn, svo tóku þeir sparifé og húseignir, svo gáfu þeir Ólafi Ólafsyni vatnið og nú á að gefa Bretum rafmagnið endanlega.

Hvernig líst fólki á?

Ef ekki verður gengið fast eftir að fá uppá yfirborðið hvað þetta sérgóða klíkulið ætlar sér með þennan sæstreng, þá getum við bara lokað Íslands-sjoppunni og komið okkur burt af eiturlyfjaeyju Kristjáns Þórs, Bjarna Ben og co.

Ef fólk fer á althingi.is og horfir á framkomu Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur í byrjun fundar í gær, 20 nov, þá sér fólk sem til þekkir, að þau voru það sem sumir kalla "stond". Þau héldu varla jafnvægi né pappírum, hvað þá meir. Þetta fólk getur ekki einu sinni tekið almennilega ábyrgð á sjálfu sér, og því síður tekið ábyrgð á að verja hagsmuni almennings á Íslandi. Það er augljóst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans aðstoðarfólk verður að velja í hvaða liði þau ætla að vera, og hafa ekki tíma til að bíða með það. Velferð almennings er í húfi. Ef við fáum ekki að vita hvers vegna almannahagsmunir, t.d. á Patreksfirði í þessu tiltekna tilviki, þá er þetta ekki þess virði að reyna samstarfið lengur.

Kristján Þór er ekki að velta fyrir sér hvað það getur kostað heilsu og velferðarréttindi almennings, hvaða bull hann tekur að sér að framkvæma. Þetta er stjórnlaust og vegalaust villuráf þarna á vestfjörðum, og verður að stoppa þá sem ætla að keyra allt til andskotans víðs vegar á þessu landi, í skjóla valdníðslu og kúgunar glæpaforréttinda-toppa. 

Ekki eru ólöglegu lyfin ókeypis í undirheimunum, og enginn vilji til að stýra þeim málum af mannúð og ábyrgð. Enda þarf almenningur að brjótast inn og stela til að fjármagna þau, sem virðast koma ókeypis á færiböndum til þessa sjálftökuliðs. Svona líta sönnu staðreyndirnar út, hvað sem hverjum finnst um að þær sannleiksstaðreyndir séu opinberaðar. Meðan sú svartamarkaðs-starfsemi fær að þrífast óbreytt, mun ekkert breytast á Íslandi.

Ef fólk kann að fara með þessi lyf þá á það að hafa jafnan rétt til að nota þau á Íslandi. Þannig mætti fækka glæpum og smygli hvítflibbanna, sem er að fara með allt endanlega til helvítis hér á landi. Ítalska mafína fölnar í samanburði við þá Íslensku. Það verður ekki fíkniefnalaust alþingi, bankar, lífeyrissjóðir né embættis-stjórnsýslukerfi á Íslandi, nema lögleiða vægustu efnin á viðráðanlegu verði og undir ábyrgu eftirliti.

Embættistoppa-elítan lifir á efnasölubraski í svartamarkaðs-undirheimum. Það er allt vaðandi í þessum efnum og engin hindrun að fá þau inn í landið. Það er vegna þess að þeir sem ráða á toppnum og eiga að sjá um gæsluna, eru öll meir og minna í vímu og á prósentum af sölunni. Það er auðveldara fyrir unga flotta fólkið okkar að verða sér úti um ólögleg lyf á götunni, heldur en að skaffa sér áfengi og sígarettur. Við lifum í slíkum afneitunum á staðreyndum og í blekkingarheimi hér á landi, að það getur ekki gengið svona óbreytt lengur.

Sannleikurinn er versti óvinur þessara gullkryddara-svindlara á toppunum. Þöggun fjölmiðla og almennings gerir þeim kleyft að halda áfram undirheimabraskinu og mansalinu. Sölumenn dauðans eru samviskulausir og siðblindir. Ekki von á góðu úr þeirri áttinni. Þar er rót alls ills.

Hvað ætla fjölmiðlar að gera? Segja frá og gera almenning og sjálfa sig frjálsa frá mafíunni, eða taka þátt í blekkingar-spillingunni, með því að flytja fólki blekkingar í staðinn fyrir sannleikann, og viðhalda þannig spillingunni?

Ef margir segja frá samtímis og skilja mikilvægi sannleikans, þá er ekki hægt að stoppa sannleikann og réttlætið.

Eitt sinn sagði valdamikill maður að hann gæti ekki gert það sem hann var beðinn um, en almenningur gæti látið hann gera það sem hann var beðinn um.

Þetta er það sem vantar núna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2013 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband