Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í uppnámi.

Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík er ekki bindandi vegna dræmrar kosningaþátttöku. Kjörsóknin í prófkjörinu í gær var um 25%, en þyrfti hins vegar að vera 50% til þess að geta talist bindandi. Alls eru 20.695 manns á kjörskrá og greiddu 5.075 manns atkvæði. Er þátttakan um fjórðungi minni en í síðasta prófkjöri flokksins í borginni.

____________________

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er flopp.

75% flokksbundinna nenntu ekki á kjörstað.

Miðaldra þreytulegur atvinnupólitíkus utan af landi kemur og vinnur með 1.800 atkvæðum.

Af sem áður var þegar sigurvegarar í þessu prófkjöri fengu 12-14.000 atkvæði.

Heimamönnum sem sóttust eftir fyrsta sætinu kastað niður listann.

Konunum er kastað út í ystu myrkur og sérstakt að sjá þremur körlum raðað í efstu sæti árið 2013.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er rústir einar, möguleikar þeirra á valdastöðu í borginni eru nánast úr sögunni, jafnvel um langa framtíð.

Nýjasta skoðanakönnunin mælir þá neðar en nokkru sinni, rúmlega 28%.

Einu sinni voru þeir að taka helming.

Kannski er þetta ekkert sérlega undarlegt. Þá sjaldan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist að síðustu árin t.d. þegar Hanna Birna stakk Ólaf í bakið og þegar gamli góði Villi var við stjórn, það var stjórnun þeirra í tómu tjóni.

Það er ekki undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sé í uppnámi, sá vandi er algjörlega heimatilbúinn og jafnvel afleiðing þess þegar Davíð Oddsson stjórnaði sællar minningar.

Vont fyrir nýjan oddvita að vera jafn veikur og án almennilegs stuðnings, hann verður ekki öfundsverður að vinna með töpurum þessa prófkjörs.


mbl.is Niðurstaðan ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband