15.11.2013 | 14:42
Hroki og dónaskapur nær nýjum hæðum.
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1328415/?fb=1
Króatía gerðist aðili að ESB í sumar. Þrátt fyrir fyrirheit um efnahagsuppgang í aðlögunarferlinu að sambandinu hefur ástandið í landinu verið heldur dapurlegt. Tekjur á mann nema einungis þriðjungi af því sem við Íslendingar upplifum samkvæmt Alþjóðabankanum. Atvinnuleysi er um 20% en um helmingur ungs fólks er án atvinnu. Þess vegna er knattspyrnulandsliðið stolt Króata.
Efnahagslega höfum við Íslendingar vinninginn gagnvart Króötum.
En það skiptir engu máli í kvöld. Króatar hafa lengi átt frábæra knattspyrnumenn og landslið þeirra hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu - jafnvel þótt við munum ekki nöfnin á öllum þeirra mönnum.
__________________
Hroki, heimska og lítilsvirðing ná nýjum hæðum á heimasíðu hjá Heimsksýn.
Gert er lítið úr Króötum og landi þeirra.
Látið að því liggja að þeir standi Íslandi langt af baki í efnahagslegu tilliti af því þeir gerðust aðildarþjóð að ESB í sumar.
Svona skrif eru lítilmótleg og skammarleg og samtökin ættu að sjá sóma sinn í að fjarlægja þau.
Lágkúran er enn meiri þegar þetta er tengt íþróttaviðburði.
Lágt er oft lagst í öfgafullum málflutningi á þessari síðu en nú hafa þeir slegið sjálfum sér við.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nýlega komin frá Grikklandi, þar sem ég hafði í vinnu Albana, Valentíno, sem er búsettur þar. Flúði til Grikklands 15 ára gamall, en Albanía er eitt af fátækustu löndum Balkanskagans, verr sett en Króatía. Er með fjölskyldu, eiginkonu og eitt barn.
Grikki, sem var lögreglumaður, sagði mér að hann hefði tvisvar falið Valentíno undir rúminu sínu, sá hvað þetta var góður og vandaður drengur.
Ég þurfti á múrara að halda, í erfitt og vandsamt verk og fékk Valentíno í verkið. Og ég get sagt ykkur það, að slíkan snilling hef ekki ekki upplifað, einnig heiðarlegur og intelligent. Ég veit hvað ég er að tala um, hef sjálfur unnið við múrverk, því faðir minn var múrari.
En af hverju er ég að segja frá þessi?
Því ég get orðið brjálaðar þegar ég les hvernig innbyggjarar leyfa sér að tala niður til fólks af öðru þjóðerni. Heimóttarlegir fávitar, með sjóndeildarhring brekkusnigils. En það er ekki bara Heimssýn, sem gerir Ísland að þorpsfífli Evrópu, Evrópuvaktir Styrmis og Ragnars Arnalds eru lítið skárri. Þessir hópar ættu að skammast sín, ignorant vesalingar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 12:55
Get tekið undir gagnrýnina. Rökin og málflutningurinn er á ansi lágu plani. Þar er t.d. færð sem rök fyrir bágu efnahagsástandi Króata að þeir flytji um 60% af útflutningsvörum sínum til Evrópusambandsríkja. Þetta skiptir engu máli heldur mótast kjör mikið á því hvernig farið er með tekjurnar. Ef innflutningur er meiri en útflutningur þá getur efnahagsástandið aldrei talist gott.
Þá er hugtakanotkun mjög einkennileg. Ferðaþjónusta er nefnd orðskrýpinu „ferðamannaiðnaður“ hvað svo sem það á að merkja, en ferðaþjónusta á að skila af sér umtalsverðum tekjum. Á dögunum var eg í samkvæmi ferðaþjónustufyrirtækis þar sem 300 leiðsögumenn störfuðu á þessu ári, flestir í sumar sem leið. Þetta fyrirtæki hefur velt um 7 milljörðum á árinu nálægt 50 milljónir evra sem er enginn smáfjárhæð. Rétta leiðin er að halda sem mestu af hagnaði fyrirtækis innan fyrirtækisins til meiri uppbyggingar og þátttöku í rekstri samfélagsins sem getur orðið öllu sþjóðfélaginu að gagni.
Við þekkjum í sögu okkar að auðurinn hefur lent margsinnis í höndunum á bröskurum sem vildu eiga hann sjálfir út af fyrir sig en ekki miðla honum áfram út í samfélagið. Ætli Króatar eigi ekki við svipuð vandamál og við hvað þetta varðar?
Þessi heimótti vefur sem kennir sig við heimsýn er óttalega heimóttur. Á þessari síðu eru helst skoðanir manna sem vilja dvelja alla sína ævi í einhverjum afdölum og helst ekki vita af neinu kringum sig nema ef vera ætti fleiri álbræðslur?
Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2013 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.