Málfarsvilla að festast í sessi ?

Karlmaður lést í Kaliforníu er hann stökk út úr þyrlu í um 230 metra hæð. Talið er að hann hafi skipulagt slysið og ætlað sér að taka eigið líf, segir í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

____________________

Fjölmiðlar - blaðamenn hafa tekið upp þann leiða sið að nota hugtakið að " taka eigið líf " í stað þess að nota alvöru íslensk hugtök.

Þetta er bein þýðing úr ensku og tilheyrir ekki íslensku máli.

En þetta virðst vera að festast, sérstaklega í fjölmiðlum, persónulega finnst mér það hvimleiður ósiður.

Við eigum mörg og góð hugtök á alvöru íslensku til að lýsa svona sorgaratburðum og gaman væri ef blaðamenn gætu tileinkað sér þau á ný.


mbl.is Stökk úr þyrlu til að taka eigið líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Get ekki séð neitt málfarslega rangt við þetta orðaval, ekki frekar en að segja eigðu góðann dag...

Þó er hin almenna orðanotkun sem fólk hefur vanist kanski á köflum örlítið öðruvísi.

Það er hinsvegar ýmislegt varðandi orð og orðanotkun sem fer virkilega í mínar fínustu. Orð eins og stæðstu, löðregla, ýmsustu, og svo má lengi telja. Hef ekki minsta grun um hversvegna bókstafurin "ð" komst inní orðin þegar þau eru rituð. Það er hægt að sjá vitleysuna á þann hátt að gera einfallt dæmi: stór, stærri stærstur, getur ekki verið stóð, stæðði, stæðstur . Hvernig er svo með orðið "ýmsu"? Hvaðan kom það inn að segja ýmsustu?

Lögreglan er dæmi um eitt líka, hvenær urðu lög að löðum?

Með kveðju og njóttu dagsins, eigðu góðann dag eða hvernig sem þú vilt hafa það...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.11.2013 kl. 12:17

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einnig er orðasambandið „að hann hafi skipulagt slysið“ sé ekki rétt hugsað. Skipulag byggist á töluverðum undirbúningi t.d. um landnýtingu og sögnin að skipuleggja er að koma skipulagi á, setja e-ð í reglu. Það er því mjög óviðeigandi að nota orð öðruvísi en þau merkja.

Sumir tala um að „skipuleggja óreiðu“ eða e-ð í þá áttina. Þarna kemur meinloka í hugsun, þ.e. aldrei unnt að „skipuleggja“ einhverja óreiðu. Vel getur verið að núverandi ríkisstjórn telji sér allt fært, óreiðan er slík að þeim hefur tekist á hálfu ári að snúa nánast öllu við í samfélaginu og skilja allt eftir í vitleysu.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.11.2013 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband