4.11.2013 | 17:17
Sjálfstæðismenn að forgangsraða ?
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir, getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns, sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við:
_________________
Einn af helstu stuðningsmönnum skattaafslátta, lækkun veiðigjalda og einn háværasti stuðingsmaður LÍÚ hefur lýst skoðun sinni.
Það er mikilvægara að eiga fjármuni í skattalækkanir þeirra ríkari og skera niður til að eiga fyrir afsláttum til stórútgerðarmanna og lækka álögur á stóreignafólk.
Segir það ekki beint, en auðvelt að lesa á milli línanna.
Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins, segir Elliði.
Auðvelt að benda á fleiri möguleika í sama anda úr því bæjarstjórinn nefnir það.
Hvað hefur 320.000 þúsund manna þjóð að gera með.......
- Þjóðminjasafn
- Þjóðarbókhlöðu
- Þjóðleikhús
- Borgarleikhús
- Bókasöfn
- Dómkirkju
- Kirkjur svona almennt séð.
- Menningarhús á landsbyggðinni
- Héraðsminjasöfn
- Tónlistarskóla
- Myndlistarskóla
- Myndlistasöfn.
- O.m.m.fl.
Það mætti spara stórar fjárhæðir við að hætta þessum " órarðbæra " rekstri og skella meiri fjármunum í niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum, enn frekari lækkun veiðigjalda og hætta að innheimta eigaskatta.
Þá værum við komin með draumaríki bæjarstjórans.
Hvort landsmenn eru sammála honum er svo annað mál.
Allt spurning um í hvernig þjóðfélagi við viljum búa.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann minntist ekkert á LANDEYJARHAFNARKLÚÐRIÐ.........................
Jóhann Elíasson, 4.11.2013 kl. 17:42
né mjög furðulega ríkisstjórn með enn furðulegri hugmyndir....
né forseta sem vill efla kínverska hagsmuni og leggja rafstreng til Skotlands....
hvar verður „sjálfstæði“ okkar statt nema í höndum braskaranna sem lofsyngja herra sinn og guð ágirndinnar...
nú er betra að þegja - en segja!
Góðar nætur!
Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.