Grínflokkur v/ stjórnmálaflokkur.

Strax eftir hádegið hélt Björt framtíð í Reykjavík stofnfund sinn. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, sagði að um stóran dag væri að ræða sem búið væri að bíða lengi eftir. Hún lýsti þessu eins og hjón væru búin að ákveða að skilja en ekki segja börnunum frá því. „En það er búið núna. Jón er búinn að ákveða að taka ekki þátt í vor og það var góð ákvörðun, finnst mér. Hann skilar gríðarlega fallegu starfi og bjó til mjög stórt pláss fyrir okkur hin til að hreyfa okkur í. Ég er honum þakklát fyrir það.“

_______________

Það eru spennandi tímar framundan í Reykjavík.

Besti flokkurinn og Jón Gnarr voru sérstakur kafli í borgarmálnum, ekki stjórnmálaflokkur, fremur grínframboð með óljósan tilgang og bull kosningaloforð.

Samvinnan við Samfylkinguna hefur síðan skilað góðu og friðsömu kjörtímabili fyrir Reykvíkinga.

Nú hættir grínframboðið og í stað þess er stofnaður hefðbundinn stjórnmálaflokkur og sumir af óþekktari liðsmönnum Besta verða þar í hlutverkum ef að líkum lætur.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta þróast næstu mánuði.

Björt framtíð er ekki Besti flokkurinn.

Björt framtíð fékk 8% fylgi í Alþingiskosningum.

Besti flokkurinn mædist fyrir skömmu með hátt í 40% í skoðanakönnunum.

Besti flokkurinn er að mælast hátt m.a. af því hann er ekki stjórnmálaflokkur, vegna þess að Jón Gnarr hefur mikið persónufylgi.

Nú er þetta ekki til staðar lengur og því afar forvitnilegt að sjá hvað gerist.

Í reynd hefur flotið undan stórum hópi kjósenda sem stutt hafa Besta flokkinn á þessum forsendum.

Þeir eru ekki líklegir til að mæta til leiks við Bjarta framtíð, fremur en aðra. Björt framtíð  er í reynd hefðbundinn stjórnmálaflokkur, sem hefur þegar staðsett sig á alþjóðavísu með miðjuflokkur, eru þar í samtökum með Framsóknarflokknum meðal annars.

Fyrirbærið Besti flokkurinn er ekki til lengur.

Kannski reynir einhver að bjóða fram inn í það tómarúm? Hver veit.

En hvað veit maður, það eru spennandi tímar framundan í Reykjavík.

 


mbl.is „Við höfum engar áhyggjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband