Rétt rúmlega 50% svörun.

Nú dynur á með skoðanakönnunum. Könnun sú sem birtist í Fréttablaðinu í dag hefur það megingeinkenni að hafa afar lágt svarhlutfall hvað varðar flokka. Aðeins 50% gefa upp afstöðu eða rúmlega 400 manns. Það eru því afar fáir á bakvið prósentutölur hvers flokks og skekkjuhlutfallið hátt.

Það sem mér finnst merkilegast við þessar kannanir núna er þetta háa hlutfall sem birtist í hverri könnuninni á fætur annari og svo lágt hlutfall Sjálfstæðisflokks könnun eftur könnun. Fylgi Samfylkingar og VG hefur gjarnan sveiflast upp og niður þannig að það þykir ekki tíðindum sæta. En Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur venjulegast verið að mælast með yfir 40 % fylgi í lágu svarhlutfalli er að mælast með 36 - 38 % í könnun eftir könnun. Miðað við söguna segir það okkur að raunstaða flokksins liggi 4 - 5% undir þeim tölum sem gerir að flokkurinn er að mælast við 33% miðað við eðlilegt svarhlutfall.

Þetta segir mér og fleirum að líklega stefnir í stórtíðindi í kosningunum í vor. Ríkisstjórnarflokkunum verður vonandi refsað loksins fyrir þá óréttlátu og mannfjandsamlegu stefnu sem rekin hefur verið undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir þessu þó svo formaðurinn sé borubrattur. Það er spá mín að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að breytast í fölbleikan - grænan flokk til að reyna að stökkva á þann vagn sem stefnir í fyrir kosningar. Það er þegar búið að slökkva á frjálshyggjurausinu í Pétri Blöndal og ungliðunum og bráðum verður Hannes Hólmsteinn sendur í frí til útlanda...þannig að menn ættu bara að kíkja á hann í Silfrinu á eftir, það eru síðustu forvöð.


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband