Skjaldborg auðmanna rís.

 

Stjórnarflokkarnir eru í bullandi byggingavinnu síðustu vikur og mánuði. Sú byggingavinna mun halda áfram og væntalega settur í hana aukinn kraftur þegar líður á.

Það sem stjórnarflokkarnir eru að byggja er SKJALDBORG auðmanna og fjármagnseigenda.

Grunnur að þessari byggingu var tekinn á sumarþingi þegar auðlindagjald á útgerðir var lækkað um milljarða.

Auk þess var fallið frá skatti á ferðamenn í gegnum gistinguna.

Þetta eru þær tvær atvinnugreinar sem best ganga í dag.

 

Uppsláttur byggingarinnar er að hefjast og fyrstu spíturnar í Skaldborg auðmanna voru negldar í vikunni þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að skattur á hreina eign yfir 75 milljónir einstaklinga og 100 milljónir hjóna yrði felldur niður.

Þar voru auðmönnum færðir átta milljarðar í viðbót.

Til að mæta kostnaði við Skjaldborgina má gera ráð fyrir hraustlegum niðurskurði í skóla og heilbrigðiskerfi og með auknum byrðum á milli og lágtekjufólk.

En hvað með það, tilgangurinn helgar meðalið.

Safnast þegar saman kemur.

 

Búast má við byggingaframkvæmdum við SKJALDBORG auðmanna verði framhaldið á haustþingi.

Arkitektar og verkstjórar við byggingu Skjaldborgar auðmanna, eru auðmennirnir, formenn stjórnarflokkana.

Þar eru þeir sannarlega á heimavelli.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú gerir grín að skjaldborg Samfylkingarinnar,Það fer vel á því.Skjaldborgin sem Samfylkingin ætlaði að reisa um heimilin reyndist spilaborg sem hrundi yfir heimilin í formi uppboða og útburða.En Samfylkingin kann ekki að skammast sín.Og veiðiskatturinn sem leggst fyrst og fremst á Landsbyggðina er nú hækkaður.Því miður.En bókaútgáfan Skjaldborg sem var staðsett á Akureyri var ekki á vegum Samfylkingarinnar.Hún var alvöru Skjaldborg.Ekki plat.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2013 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Auðmaðurinn Vilhjálmur Þorsteinsson sem er gjaldkeri Samfylkingarinnar og viðskiptafélagi Björgólfs Thors Bjórgólfsonar er ekki á flæðiskeri staddur.En lítið fer fyrir áhuga hjá honum að bjarga heimilunum.Hann er "jafnaðarmaður".Samfyilkingarmaður."Skjaldborgarmaður".

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2013 kl. 20:40

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Ingi, þú hefur líklega ekki fylgst með umræðunni á síðustu árum eða hefur kosið að líta undan þegar samherjar þínir eiga í hlut.

Síðasta ríkisstjórn hefur afhent auðmönnum fleiri milljarða á silfurfati með því að koma á kerfi þar sem ákveðnir aðilar geta gefið út skuldabréf hér á landi sem þeir kaupa síðan af sjálfum sér í gegnum Seðlabankann með 20-50% afslætti!

Margir þekktir einstaklingar úr hruninu hafa með þessum hætti fengið fleiri hundruð milljónir í vasann.

Þessi leið sem samflokksfólk þitt fór virkar á þá leið að samkeppnisaðilar standa ekki jafnfætis, sumum er umbunað á meðan öðrum er refsað, jafnvel þó þeir starfi í sömu atvinnugrein. Samflokksfólk þitt réttlætir þessa grófu mismunun með því að brauðmolarnir munu að endingu lendi í munni þeirra sem ekkert fá! Er þetta ekki öfgahægrikenning sem samflokksfólk þitt aðhyllist?

Breytingar á sköttum virka þó jafn vel eða illa á alla og er því mun betri kostur til að örva atvinnulífið og skipta gæðum þjóðarinnar.

Krónur á tombóluverði http://ludvikjuliusson.blog.is/blog/ludvikjuliusson/entry/1257419/

Árni Páll og umfjöllun í Speglinum um aflandsfélög http://ludvikjuliusson.blog.is/blog/ludvikjuliusson/entry/1277721/

http://www.arionbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=0fb7696a-fcbf-11e1-abb1-d8d385b75e5c

Lúðvík Júlíusson, 30.8.2013 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 820291

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband