Mosavaxin Heimssýn.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hvetur stjórnarflokkana til þess að standa við stefnu sína um að hætta formlega aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.

Heimssýn hvetur einnig utanríkisráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í málinu. Í ályktuninni kemur fram að stöðvun IPA-styrkjanna um leið og ferlið var stöðvað sýni að þeir voru ætlaðir til að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og reglum sambandsins. Heimssýn áréttar að það beri að hætta viðræðum formlega við Evrópusambandið sem fyrst.

ruv.is.

Heimssýn eru samtök afturhaldssinna á Íslandi. Frá þeim koma af og til heimóttarlegar og afturhaldssamar tilkynningar.

Hræðsla þeirra og hatur á útlendingum og öllu sem útlent ætti í raun að vera svolítið fyndin en satt að segja er það grafalvarlegt mál að slík þjóðenrinshyggja og afturhald skuli þrífast í vestrænu lýðræðisríki.

Það sem þeir kalla aðlögunarviðræður eru auðvitað viðræður um mál sem tengjast aðildarumsókn Íslands að ESB, skárra væri það nú.

En Heimssýn, félag afturhaldsinnaðra þjóðerninssina virðist alveg hafa tapað af þeirri staðreynd að Ísland hefur verið aðili að EES samningnum í tuttugu ár og á þeim tíma tekið upp aragrúa af lagagreinum og reglum Evrópusambandsins.

Ef Heimssýn félag afturhaldssinnaðra væri sjálfri sér samkvæm ætti hún að hafa lagt það til fyrir löngu að segja sig frá EES samningnum og leggja til að hætta í EFTA og NATÓ.

En það gera þeir ekki, af hverju veit ég ekki, því það væri risaáfangi að markmiði þeirra, dæma Ísland og íslendinga aftur í moldarkofana og til hinnar fullkomnu einangrunar.

Þangað stefna þessir ágætu hugmyndafræðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband