90 % vilja halda áfram viðræðum.

89,9 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun hér á DV.is telja að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þegar þetta er skrifað hafa 293 tekið þátt í henni. Aðeins 27 af þeim segjast mótfallnir þjóðaratkvæðagreiðslunni og 3 eru óvissir.

DV.is

http://www.dv.is/frettir/2013/8/19/lesendur-dv-vilja-thjodaratkvaedagreidslu/

 

Kannanir  sem þessi á DV.is eru í sjálfu sér ekkert sérlega marktækar svona fræðilega séð.

En þegar 90% taka ákveðna afstöðu segir það eitthvað um stemmingu og vilja.

Samkvæmt þessu er utanríkisráðherra og Framsóknarflokkurinn langt úr takti við þjóðarvilja, sem sagt úti á túni.

Sennilega vita þeir það og þess vegna ætla þeir að koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það hefði mátt hnýta við þessa könnun hvort fólk kysi með aðild eða móti.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.8.2013 kl. 11:58

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Var þessi könnun sérstaklega beint til Samfylkingarfólks Jón Ingi, var smölun í gangi, eins og tíðkast hefur meðal fylkingarmanna?

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2013 kl. 12:33

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er Dv í eigu einhverra þar Tómas... Veit ekki til að þeir séu 90% þeirra sem eiga aðgang að netinu og DV.is.

Smölun...þá virkar hún ágætlega, stjórnar þú henni ?

Er nú ekki kominn tími til að átta sig á að Samfylkingin stjórnar ekki öllu sem þér líkar ekki  

Jón Ingi Cæsarsson, 20.8.2013 kl. 12:36

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Já sko 293 hafa tekið þátt! Þetta er væntanlega bindandi kosning og skýr skilaboð til stjórnvalda.

Guðmundur Björn, 20.8.2013 kl. 13:56

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það gleður mig að heyra Jón Ingi að Samfylkingin stjórnar ekki lengur, það væri betra að samflokksmenn þínir gerðu sér grein fyrir því líka. 

Hvað svona netkönnun varðar, þá er það ekkert nýtt að menn hópi sér saman til að koma sameiginlegum skoðunum á framfæri og ekki síst þegar Samfylkingin á hlut að máli.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2013 kl. 16:12

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessi skoðunarkönnun sýnir að 90% lesanda DV eru stuðningsmenn Samfó og littlu Samfó, en sýnir ekkert vilja landsmanna um ESB ferilinn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 20.8.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband