Vaðið um í blindni. En lengist mistakalisti ríkisstjórnarinnar.

Ef hætt verður við verkefnið „Örugg matvæli“ sem Matvælastofnun á aðild að og er hluti af IPA áætluninni falla niður undanþágur sem Ísland hefur notið af hálfu eftirlitsstofnana innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

„„Að gefnu tilefni skal upplýst að verkefnið Örugg matvæli, sem var hluti af IPA áætluninni, er mikilvægt til að tryggja enn frekar matvælaöryggi og vernda íslenska neytendur óháð inngöngu í ESB.  Verkefnið gerir íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun (MAST) og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna (HES) betur kleift að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi og neytendavernd, en þær hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi í gegnum EES samninginn,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Fróðlegt að sjá viðbrögð sumra við þessum tíðindum.   Að þeirra mati er þetta bull og vitleysa og Ísland á ekki að þurfa að fara að neinum reglum eða samþykktum, af því þeim þykja þær vitlausar.

Ísland undirritaði EES samninginn 1994 og honum fylgja kvaðir um hitt og þetta. Á móti fær Ísland ýmsikonar fríðindi og fyrirgreiðslu sem ekki væri í boði stæðum við ein og án samnings.

En lífsskoðun Bjarts í Sumarhúsum ( Framsókargenið ) er, Ísland á að fá alla þá þjónustu og viðskipti sem hugurinn girnist en okkur ber ekki að fara að neinum leikreglum enda er eru reglur og skipulag eitur í beinum Barts í Sumarhúsum, hann er einn í sínum heimi.

Mistakalisti ríkisstjórnar Íslands lengist enn og er hann nú orðinn æði langur á þessum fáeinu vikum sem liðnar erum frá valdatöku hægri-íhaldsflokkanna.

Áhyggjuefni fyrir land og þjóð.


mbl.is Stefna matvælaöryggi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hreyfðu eftitlitsstofnanir ESB sig árið 2001 fyrr en allir fjölmiðlar voru búnir að birta  myndir af Creutzfeldt–Jakob sýktum beljunum á leið í slátrun

Ekki vissu þær um hrosskjötið í kjötbollunum 2013

Jú það er rétt hjá þér matvælaeftirlit ESB þarf virklega á hjálp Íslendinga að halda

við eru jú sérfræðingar í iðnaðarsalti

Grímur (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband