8.8.2013 | 06:54
Þjóðin tapar milljörðum á nýrri ríkisstjórn.
Ekki fékkst uppgefið hjá utanríkisráðuneytinu hversu miklir styrkir falla niður. Upphæðin hlypi þó á milljörðum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
___________________
Ný ríkisstjórn hefur þegar kostað þjóðina milljarða á örskömmum valdatíma.
Fyrst gefa þeir LÍÚ 10-15 milljarða, peninga sem áttu að fara til velferðar og samgöngumála.
Nú tapast styrkir sem m.a. áttu að fara til vísindarannsókna.
Nema milljörðum króna.
Öfgastefna hægriíhaldsstjórnarinnar er farinn að kosta þjóðina tugi milljarða króna.
Dýr verður Hafliði allur þegar öfgarnar hafa fengið fullkomna útrás.
ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vertu ekki svona vitlaus Jón.Ef það eru lækkaðir skattar hjá þér er þá verið að gefa þér pening?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.8.2013 kl. 08:09
Voru þessar IPA-mútur þá á fjárlögum "Ríkisstjórnar Fólksins"??????
Jóhann Elíasson, 8.8.2013 kl. 11:00
Jóhann og Marteinn...þessir styrkir fara til einstaklinga og fyrirtækja sem um þá sækja.
Ég verð aldrei eins gáfaður og þú Marteinn en þið félagarnir ættuð að segja þeim sem fá ekki það sem þeir sóttu um og fengu til góðra verka að því miður fái þeir ekki neitt vegna molbúaháttar og torfkofahugsunar ráðamanna og þeirra sem þá styðja.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2013 kl. 11:21
Munið....Bjartur í Sumarhúsum og fjölskylda hans voru við hungurmörk alla ævi vegna heimskulegs stolts hans og meints sjálfstæðis.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2013 kl. 11:24
Þessi stjórn hefur hent fleiri tekjustofnum fyrir borð, auðlegðarskatturinn mun fara enda betra að láta öryrkja og aldraða borga skatta en auðmenn, þá hætti hún við fyrirhugaða hækkun á gistináttavaski sem var algjörlega ástæðulaust enda græðir ferðaþjónustan á tá og fingri og þarf engin sérfríðindi umfram aðrar atvinnugreinar lengur.
Þessi óþerrastjórn hefur aðeins gert ógagn frá því hún tók við völdum og bara spurning hve mikinn skaða hún nær að valda á kjörtímabilinu áður en henni verður hent útúr alþingishúsinu.
Óskar, 8.8.2013 kl. 11:34
Það besta sem LANDRÁÐAFYLKINGARMENN geta gert til að verja LANDRÁÐIN er að vitna í "skáldsögu"........
Jóhann Elíasson, 8.8.2013 kl. 11:52
Jóhann þú ert nokkuð dæmigerður ESB andstæðingur --- bilur hátt í þér eins og tómri tunnu en innihaldið afskaplega loftkennt. Að færa rök með vott af einhverju innihaldi er ykkur ekki gefið.
Óskar, 8.8.2013 kl. 12:08
Það bylur nú nokkuð hátt í þér Óskar og ekki hef ég séð nein rök frá þér enda ekki við því að búast..............
Jóhann Elíasson, 8.8.2013 kl. 12:38
Sæll.
@JIC: Þú ert alveg ferlegur, snýrð alltaf öllu á hvolf og getur ekki farið rétt með. Lærðir þú þetta í skóla?
Þú talar um að núverandi stjórn hafi gefið LÍÚ 10-15 milljarða. Hvernig færðu það út? Það er bara hægt að komast að þeirri niðurstöðu ef menn gefa sér að ríkið eigi það sem fyrirtæki og einstaklingar vinna sér inn og af góðvild sinni leyfi þeim síðan að halda einhverju eftir. Er það þetta sem þú ert að reyna að segja? Hafðu í huga að hugtakið "þjóðareign" hefur enga lagalega merkingu. Þú átt ekki neinn fisk í sjónum fyrr en þú hefur veitt hann.
Óskar, hvað er svona hræðilegt við það að ferðaþjónustan græði? Ef skattleggja á hana meira munu færri útlendingar koma hingað vegna aukins kostnaðar. Heldur þú virkilega að Ísland sé eina landið sem útlendingar geta heimsótt? Ef þú skattleggur of mikið dragast tekjur saman, þetta margsýndi sig þegar Steingrímur ætlaði að redda fjárlagagatinu með því að hækka bensínið endalaust, fólk keyrði einfaldlega minna og miklu minna kom í kassann en menn ætluðu. Hvað kallast það að geta ekki lært af reynslunni?
Jón, hvernig væri að þú rökstyddir nú almennilega hér hvers vegna við eigum að ganga í ESB? Finnst þér allt í lagi að kasta frá þér milljörðum í tekjur af makrílnum til þess að komast í þetta skrifræðisbákn? Hvað hefur ríkið í tekjur af makrílveiðunum? Þú gleymir þessu alveg, viljandi eða óviljandi.
Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 16:23
Helgi spyr mig,"hvað er svona hræðilegt við það að ferðaþjónustan græði?" Svarið er: Ekki neitt, það er gott að ferðaþjónustan græði! Hinsvegar býr hluti ferðaþjónustunnar við þær aðstæður að borga aðeins 7% virðisaukaskatt meðan flestar aðrar atvinnugreinar i landinu þurfa að greiða 25% vsk. Þessi 7% voru sett á til þess að koma þessari atvinnugrein í gang á sínum tíma og það hefur hun svo sannarlega gert.
Það sem hinsvegar hefur gerst í gistingunni er það þar er stundað hreint okur, sjá hér http://www.vb.is/frettir/84503/ . Verð á gistingu hefur semsagt hækkað um 60% á milli ára! Þess ber að geta að stór hluti hótela og gistiheimila í landinu er rekinn með erlendu starfsfólki á skítalaunum. Hótelherbergi í Reykjavík er á upp í 50.000 kr. nóttin og svo vælir þetta lið yfir að þurfa að borga sama vsk og aðrir, sem þeir reyndar grenjuðu sig frá. það er nákvæmlega engin ástæða til að sleppa þessari skattheimtu og minnka þar með enn tekjur ríkissjóðs.
Óskar, 8.8.2013 kl. 18:03
@10: Gott að vita að þú sérð ekkert athugavert við að fyrirtæki græði. DV birtir myndir af fólk hérlendis sem er efnað eins og það hafi gert eitthvað af sér - verið er að ala á öfund sem er ótrúlegt lágkúra.
Í stað þess að hækka vsk við ferðaþjónustuna ættum við að lækka vsk á alla hina - láta alla greiða 7% vsk, það myndi hvort eð er þýða auknar tekjur fyrir hið opinbera. Ef þú trúir þessu ekki er gott að hafa í huga að á árunum 1991-2001 var skattur á fyrirtæki lækkaður í þrepum úr 45% í 18%. Tekjur af þessum tekjustofni þrefölduðust !! Því miður skilja alltof margir ekki þetta prinsipp og fyrir vikið er hér meira atvinnuleysi en þyrfti að vera og tekjur ríkissjóðs minni en þær gætu verið :-(
Hækkun á gistingu er ekki þitt mál frekar en mitt - sú hækkun endurspeglar sennilega framboð og eftirspurn. Ef ferðaþjónustuaðilar telja sig geta hækkað verðið svona mikið er það þeirra mál. Þeir sem hingað koma vita mun betur en ég og þú hvort þeir vilja greiða þetta verð - það er ekki okkar að hafa vit fyrir þessum aðilum. Ferðamenn geta þá kosið að fara annað sem þýðir minni tekjur fyrir þá sem selja gistingu - þeir tapa ef þeir ætla sér að vera of gráðugir. Ef þú ætlar að hækka vsk á ferðaþjónustuna þýðir það að öllum líkindum minni tekjur fyrir ríkið því færri ferðamenn koma hingað vegna hærra verðs. Ferðamenn geta farið til margra annarra landa.
Þú talar um erlent starfsfólk og skítalaun. Hvað hefur þú fyrir þér í því? Skítalaun er huglæt mat þitt, samningar hafa verið gerðir upp á þessi laun og þó þér finnist þau kannski léleg er greinilegt að fullt af fólki er ósammála þér enda kýs það að vinna á þessum "skítalaunum".
Svo eitt undir lokin: Hvaða rétt hefur ríkið til að skattleggja fólk og fyrirtæki?
Hvað heldur þú að yrði um atvinnuleysi hérlendis og kaupmátt ef allir skattar væru lækkaðir verulega?
Heldur þú virkilega að stjórnmálamenn fari vel með þennan ránsfeng sinn? Áður en þú svarar því skaltu hafa í huga að nýlega birtist frétt um að sparað hefði verið í heilbrigðiskerfinu en kostnaður aukist í stjórnsýslunni?
Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 21:39
Jón Ingi, IPA-styrkirnir voru hluti að aðlögunarferlinu, sumir kalla það réttilega mútur. Nú þegar aðlögunin hefur verið stöðvuð, þá er rétt að hafna þessum mútum. Skiptir engu hvort þeir eru milljarðar. Þeir sem vilja vísindastyrki geta áfram sótt um þá gegnum Rannís og EFTA.
Austmann,félagasamtök, 8.8.2013 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.