Gjá milli þjóðar og Bessastaða.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að staðfesta lög um sérstakt veiðigjald sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum í dag. Forsetinn fékk á laugardag afhentar undirskriftir um 35 þúsund Íslendinga með hvatningu um að synja lögunum.

__________

Forsetinn hefur gjarnan notað þau rök þegar honum hafa borist tugir þúsunda undirskrifta að þjóðaratkvæði sé nauðsyn þar sem gjá sé á milli þings og þjóðar.

Nú á það sennilega ekki við og gjáin því milli þings og Bessastaða annarsvegar og þjóðarinnar hinnsvegar.

Forsetinn hefur valið að taka ekkert mark á undirskriftum að þessu sinni.

Reyndar notar Ólafur bara þau rök sem henta hverju sinni og þetta segir ekkert annað en það, að það er bráðnauðsynlegt að hlutverk forseta sé rammað inn með afgerandi hætti í stjórnarskrá. Forseti á ekki að geta leikið sér með valdið hverju sinni.

Forseti, hver sem það nú er, geti ekki þjónað dyntum og perónulegum skoðunum sínum hverju sinni.


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

það er ekki gjá milli neins nema nokkurra vinsti manna eins og t.d. Björn Vals og þin og nokkurra annara  við  forsetan ,og   sem ekki skilja það sem hann var að staðfesta og hvað það þyðir !...og  ekki vera gera það að annara !....undirskriftirnar eru ekki þjóðin heldur misskilningur misvitra sem ekki vita hvert ,máli er i raun ...og nu skuluð þið kynna ykkur um hvað það snyst ....Skattamál ,sem aldrei fara i þjóðaratkvæði og engin heimild er til ! 

rhansen, 9.7.2013 kl. 17:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvar á að draga mörkin????  Eigum við bara ekki að senda þingið heim og skella bara öllu í þjóðaratkvæði?????

Jóhann Elíasson, 9.7.2013 kl. 17:47

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gjá milli banka-hertekinnar þjóðar og yfirborgaðra þjóna, sem segjast vera launalausir álitsgjafa seðlabanka Íslands!

Sumir eru jafnvel á háum launum fyrir hvern fund, sem þeir mæta á í einhvers-konar seðlabanka-(ráði/stjórn)!?

Vandræðalegt er hlutskipti nýjustu þræla seðlabanka Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2013 kl. 18:46

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óttalegar einfaldanir eru þetta. Þetta snýst ekkert um vinstri og hægri, þetta snýst um að vera sjálfum sér samkvæmur. 15% kjósenda hafa beðið forsetann að láta máli í þjóðaratkvæði, hann gerir það ekki þrátt fyrir að hafa gert slíkt þrisvar áður vegna undirskrifta.

Á DV er könnun í gangi þar sem yfir 700 hafa þegar svarað og 75% eru óánægt með þessa ákvörðun og mér segir hugur um að niðurstaðan gæti orðið svipuð í alvöru könnun.

Áttu von á að 35.000 eða fleiri skrifi á undirskrifalista með öllum málum Jóhann ?

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2013 kl. 21:46

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er ekki skattamál rhansen... það vita allir nema þú og forsetinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2013 kl. 21:47

6 identicon

Forsetinn var að samþykkja lög um auðlindarentu. Það er því engin gjá á milli hans og þjóðarinnar og hann er fullkomlega samkvæmur sjálfum sér hvað þetta varðar. Það sem var ófyrirséð og einhverju ljósi hefur verið varpað á núna, er hversu smáum málum forsetinn vísar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

KIP (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband