Forsetinn, tækifærissinni eða sjálfum sér samkvæmur ?

„Þetta var sent á föstudaginn í prentun frá skrifstofu þingsins og er væntanlegt í dag. Þá sendum við það upp í atvinnuvegaráðuneytið. Það gengur síðan frá staðfestingartillögu og sendir það síðan til forsætisráðuneytisins sem sér um að koma því til forseta Íslands. Þannig er gangurinn í þessu.“

______________________

Nú reynir á forseta Íslands. Hann hefur tekið sínar eigin ákvarðanir og hafnað undirskrift laga nokkrum sinnum.

Rökin hafa verið að það sé gjá milli þings og þjóðar og þess vegna vildi hann láta þjóðina skera úr um niðurstöðuna. Stundum hafa undirskriftir verið færri en nú og stundum fleiri.

Ráðherra Kristján Þór Júlíusson reyndi að beita þeim rökum í fréttum í gær að ekki ætti að vísa málum sem tengdust sköttum og fjármálum þjóðarinnar í þjóðaratkvæði.

Þau rök eiga sannarlega ekki við, því þegar horft er til vísan Icesavesamninga til þjóðarinnar, þeir snérust um fjármál og erlenda samninga. Þá ákvað forsetinn að vísa málum til þjóðaratkvæðis.

Nú reynir á ÓRG. Ef hann er sjálfum sér samkvæmur vísar hann lögum um veiðigjöld til þjóðarinnar, þar er vik milli þings og þjóðar og skoðun þjóðarinnar á eignarrétti yfir auðlindum var mjög skýrt í atkvæðagreiðslu á síðasta ári.

Ef aftur forsetinn er hreinn og beinn tækifærissinni og hentistefnumaður skrifar hann undir lögin. Meginástæða þess væri hrein og bein flokkapólítík.

Forsetinn er guðfaðir núverandi forsætisráðherra og niðurstaða hans gæti því orðið að aðstoða núverandi stjórnarflokka við að koma málum í gegn, jafnvel þótt 35.000 manns hafi beðið hann að vísa málinu til atkvæðagreiðslu í þjóðaratkvæði.

Nú reynir því á forsetann, er hann tækifærissinni eða sjálfum sér samkvæmur?

Það kemur í ljós alveg á næstunni.

 


mbl.is Lögin líklega til Ólafs á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesafe samningurinn hefði skuldbundið okkur í áratugi fram í tímann, bundið ríkisstjórnir framtíðar og í raun haft áhrif á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Veiðleyfagjöld eru skattlagning sem er hægt að breyta við gerð hverrar fjárlaga. Jón það veit hver maður sem hefur lesið það sem þú skrifar að þú ert blindur samfylkingarmaður en það hlýtur samt að vera takmörk á öllu. Að halda því fram að þessi tvö mál séu sambærileg er í besta lagi..........(það má hver fyrir sig velja sér orð).

Sgjum nú sem svo að málið fari í þjóðaratkvæði og þar verði samþykkt að upphæð gömlu laganna eigi að standa hvað þá? Má þá aldrei breyta aftur gjaldtökunni, hvorki að lækka hana né hækka?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 13:55

2 identicon

Ég efast stórlega um að forsetinn hafni þessu, þrátt fyrir allar undirskriftirnar...

Skúli (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:13

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Málskotsrétturinn gildir um öll frumvörp burtséð frá innhaldi Stefán. Það liggur vandinn með geðþóttaákvarðanirnar.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.7.2013 kl. 17:00

4 identicon

Og þá skiptir skynsemi engu máli?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:44

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá vitum við það.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2013 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband