7.7.2013 | 11:05
Blikur á lofti í stjórnarsamstarfinu.
Eftir nokkurra vikna stjórnarsamstarf má þegar sjá glitta í óeiningu og óánægju.
Vilhjálmur Bjarnason " fjárfestir " þingmaður Sjálfstæðisflokknum sendir Framsóknarflokknum tóninn.
"Það er alveg greinilegt að Framsóknarmenn eru að byggja sér upp ákveðið valdatæki, segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um málefni Íbúðalánasjóðs. Hann segir flata leiðréttingu húsnæðisskulda ekki hjálpa þeim verst stöddu. Slíkum afskriftum hafi ekki verið lofað fyrir kosningar, heldur einungis að þær yrðu teknar til athugunar."
Sem sagt allt í plati hjá Framsókn að sögn þingmannsins og hann gefur í skyn að áform Framsóknarflokksins jaðri við spillingu.
Áfram heldur Vilhjálmur.
"Í framhaldi af þessu barst umræðan að skuldamálum heimilanna og loforðum stjórnarflokkanna þess efnis. Vilhjálmur sagði skuldamálin vissulega efni sem þarf að takast á við, en bætti við:En það að halda veislu, eins og ýmsar vísbendingar eru um vilja manna til, verður ekki.
Að minnsta kosti ekki hávaðalaust."
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sem sagt ekki að standa við kosningaloforð Framsóknar í það minnsta ekki hávaðalaust.
"Nei, menn hafa ekki hugmynd um það. Menn hafa reiknað það út að það hafi orðið verðbólguskot umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka plús vikmörk á ákveðnu tímabili og það er hægt að reikna það út og það eigi að bæta. En bíddu nú við, menn gleyma því líka að það verðbólguskot virkaði á meira heldur en lán. Það virkaði líka á eignir og menn taka hér áhættu og jafna áhættu og ríkið getur ekki tekið á sig alla áhættu allra. Enda er það algjör óþarfi og það eru allmargir sem eru bara í ágætis stöðu til að taka á sig þessa áhættu sem þeir tóku"
Það er þegar orðið ljóst að þetta stjórnarsamstarf byggir á sandi. Sjálfstæðismenn hafa farið inn í það til að missa ekki af lestinni og vera utan stjórnar. Samt sem áður mátti þeim vera ljóst að enginn flokkur var tilbúinn að kaupa kosningaloforð Framsóknarflokksins óbreytt en FLOKKURINN varð að gera það til að vera með.
Strax eftir fáeinar vikur eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins farnir að tala og það kraumar í þeim fýla því áður fyrr þekktist ekki að einstakir þingmenn væru að tjá sig með þessum hætti á þeim bænum.
Það er því augljóst mál að mikil gryfja er milli þessara flokka þegar kemur að skuldavanda heimilanna, Framsókn gefur engan afslátt af þeim loforðum sem blekktu kjósendur til fylgilags við þá og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að taka þátt í þeim leik.
Það er lélegt nestið sem þessi ríkisstjórn leggur upp með í upphafi.
Vantraust og efasemdir setja mark sitt á það upphaf.
Tilvitnanir fengar á..
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu ekki eins og asni.Manstu hvað það hrökluðust margir úr vg og samfó á síðasta kjörtímabili vegna valdníðslu Jóhönnu og Steingríms? Ertu búinn að gleyma villiköttunum?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.7.2013 kl. 12:35
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/07/07/nidurstada-samningavidraedna-er-forsenda-skuldaleidrettinga-stefan-segir-sjalfstaedismenn-flagga-oheilindum/
Vesalings Marteinn...svona er þetta nú bara...og hér sérðu framsóknarmann bera Sjálfstæðisflokkinn óheilindum
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2013 kl. 14:12
Viltu ekki ræða núið ? bara í einhverjum fortíðarpælingum sem hafa nákvæmlega ekkert gildi í tengslum við það sem nú er að gerast.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2013 kl. 14:15
Talandi um núið hverjir hafa verið mest í fortíðarpælingum? Eru það ekki evrópumeistararnir í samfó sem minnast á Davíð Oddson í hvert sinn sem þarf að kenna einhverjum um eitthvað?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.7.2013 kl. 16:25
Þetta blogg fjallar hvorki um Davíð Oddsson né gamlar horfnar ríkisstjórnir, það fjallar um núið og hugsanlega framtíð. Veit svo sem að þér finnst þetta ekki þægileg umræða
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2013 kl. 17:39
ég hlustaði líka á vilhjálm er sammála þér - xB laug sig í stjörn og enginn getur horft framhjá því - ekki einusinni xD. gott að hafa vilhjálm þarna en hann virðsist segja það sem hann hugsar
Rafn Guðmundsson, 7.7.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.