19.6.2013 | 12:59
Albanía norðursins ?
Jón var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi meðal annars fyrirhugaðar fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. Hann óttast að Íslendingar lokist úti í horni verði af þessum samningi.
( Eyjan )´
Hægri íhaldsflokkarnir hafa ákveðið að Ísland hafi ekki frekari samskipti við útlönd en verið hefur.
Þeir ætla að hætta viðræðum við Evrópuþjóðir og snúa sér að auknum viðskiptum við Kína.
Við sem eldri erum munum einmitt land sem hafði þennan háttinn á og lokaði á umheiminn.
Það var Albanía Hoxa um árið.
Ég er ekki að segja að þetta verði það slæmt hér á landi en stjórnarflokkarnir stefna á að hafa það eins lokað og hægt er að komast af með. Hversu lokað það á að vera kemur væntalega í ljós.
Forstætisráðherra skaut föstum skotum á nágrannaþjóðir okkar í hátíðarræðu 17. júní og gaf þar tóninn sem við eigum von á næstu fjögur árin.
Forneskja ráðamanna á Íslandi er í reynd rannsóknarefni. Máflutningur og heimssýn þeirra félaga SDG og BB á ættir að rekja til fyrri hluta 20. aldar eftir að Ísland dró sig inn í skel sína eftir 1918.
Íslandi allt, ungmennafélagsandinn, Jónas frá Hriflu, vondir kallar í Evrópu, fínir kallar í Kína og fleira í þeim dúr er það sem við eigum von á..
Góða skemmtun.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meira endemis bullið í ykkur ESB sinnum eina ferðina enn.
Ég hef nú sjálfur búið í tveimur ríkjum Evrópu um ævina og mjög víða farið og ég verð að segja það að Ísland er með alþjóðlegustu ríkjum sem að ég hef kynnst. Landið er ein tæknivæddasta þjóð veraldar. Við stundum gríðarleg utanríkisviðskipti við öll heimsins horn. Við höfum á að skipa fjölbreyttu, þróttmiklu og alþjóðlegu atvinnulífi. Fáar ef nokkar þjóðir eru betur í sveit settar hvað varðar alþjóðlegar flugsamgöngur bæði í farþega- og fragtflugi. Enginn þjóð er með hærri þjóðartekjur og fleiri starfsmenn hlutfallslega sem að starfa við alþjóðaflugstarfssemi en íslendingar. Ísland er fullgildur aðili að Sameinuðu þjóðunum, NATO, EFTA, WTO Alþjóu Viðskiptamálastofnuninni, auk Norðurlandaráðs. Íslendingar eru vel upplýst þjóð sem nýtir sér svo sannarlega tækifærin á heimsvísu. Það verður hægt að gera á fullri ferð áfram án ESB aðildar.
Gunnlaugur I., 19.6.2013 kl. 14:42
Þetta einangrunar- torfkofa- og Albaníu tal ykkar kratanna er alveg með ólíkindum !
Áttið ykkur bara á því að stefnu ykkar í ESB málum var hafnað í kosningunum. Flokkur ykkar
Samfylkingin beið sögulegt afhroð og það væri algerlega gegn lýðræðinu að flokkur ykkar með aðeins 12,9% fylgi ráði áfram utanríkisstefnu þjóðarinnar !
Gunnlaugur I., 19.6.2013 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.