Klaufaleg, höktandi ríkisstjórn.

Ný ríkisstjórn fer dæmalaust illa af stað.

Ekki voru liðnir nema nokkrir dagar þegar hátt í 2.000 manns mættu við Stjórnarráðið og mótmæltu fyrirætlunum í umhverfis og virkjanamálum.

Síðan hefur gengið á með misvísandi yfirlýsingum og ber þar mest á að formaður og varaformaður Framsóknarflokksins hafa ekki verið í sömu ríkisstjórn miðað við málflutning.

Sjálfstæðismenn hafa haft hægar um sig en þó hefur formaður flokksins átt nokkrar góðar syrpur þar sem hann lýsir voodoo hagfræðinni sinni, lægri skattar hærri tekjur. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virðast að mestu horfnir.

Að vísu hefur Bjarni síðan lýst því yfir að sig vanti 400 milljarða til að rétta af ríkissjóð og átti þarf af leiðandi ekki fyrir því að leiðrétta kynbundin laun samkvæmt yfirlýsingu hans í dag.

Hann vissi ekki alveg stöðuna þegar hann var að lofa gulli og grænum skógum í kosningabaráttunni frekar en formaður Framsóknar.

Nýjasta vandamál ríkisstjórnarinnar er að hafa nú gengið fram af kjósendum og nú stendur yfir undirskriftasöfnun á netinu þar sem mótmælt er breytingum á veiðileyfagjaldinu. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 24.000 manns undirritað þessa áskorun.

Sjávarútvegsráðherra reyndi að snúa út úr því í kvöldfréttum og setti fram netta hótun um að ef þetta gengi eftir eins og fólk vildi þá yrði ekkert veiðileyfagjald.  Rakalaus útúrsnúningur að sjálfsögðu.

Jafnframt tókst honum með hrokfullum hætti að tala niður skoðanir fólks, sem í gremju sinni yfir óréttlætinu höfðu skrifað undir lista sem forseta Íslands eru ætlaðir. Óttalega ófaglegt svona pólitískt séð.

Í stuttu máli.

Þessi nýja ríkissstjórn höktir. Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins eru ákaflega klaufskir í þjóðernisrembingi sínum og formaður Sjálfstæðissflokksins slær úr og í og er greinilega í vandræðum í fjármálaráðuneytinu.

Kosningaloforðin, þ.e. þau sem snúa að almenningi eru fokin út í veður og vind en loforð til auðmanna og útgerðar standa.  

Ekki það sem kjósendur, sérstaklega Framsóknarflokksins, eru kátir með að sjá að líkindum.

Félagslegar áherslur Framsóknar virðst horfnar og samkvæmt nýjustu fréttum var formaður flokksins í Svíþjóð að kynna sér einkavæðingaraðferðir í heilbrigðis og menntakerfinu.  Framsókn ætlar að vera últra hægri þetta kjörtímabil að því er virðist.

Það er hætt við að fylgið flettist hratt og örugglega af stjórninni könnunum fari þessum klaufagangi ekki að linna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband