Þjóðremba og hroki.

Í ræðu sinni kom Sigmund Davíð inná aðgerðir fyrir íslensk heimili. Hann sagði að við myndum ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og við værum minnt á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins.

Þá nefndi hann mikilvægi tungumálsins, sem væri okkar varanlegi efniviður sem geymdi sjóð minninga. „Íslensk tunga og orðsins list er líklega mikilvægasta arfleifð okkar. Þess vegna ber okkur skylda til að styðja við íslenskuna,“ sagði Sigmundur Davíð.

__________________

Ræða forsætisráðherra var samsuða byggð á þjóðrembu og hroka.

Talar niður til alþjóðastofnana, gerir lítið úr okkar helstu viðskiptaþjóðum og viðheldur Icesaverangfærslunum.

Það getur vel verið að einhverjum líki þessi stíll en ég held að hann skili hvorki almenningi né þjóðarhag fram veginn.

Heimskt er heimalið barn, það er auðvelt að berja sér á brjóst á tyllidögum og kosningum en það er ekki það sem skiptir íslenska þjóð máli til framtíðar.

Það sem skiptir okkur máli er að ráðamenn á Íslandi hafi til að bera þá víðsýni og hæfileika að börnin okkar og barabörnin eigi hér framtíð sem er sambærileg því sem börnin og barnabörnin í okkar helstu viðskiptaþjóðum eiga von á.

Þjóðremba og hroki skila okkur nákvæmlega engu.

Sumum líður vel að hlusta á hvað við erum yfir alla aðra hafin en raunveruleikinn er allt annar.


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er nokkuð af nokkru tagi í þínu innleggi til málanna annað en áframhaldandi blind þjónustusemi við hinn hræðilega málstað Samfylkingarinnar í Icesave- og Evrópusambandsmálunum?

Jón Valur Jensson, 17.6.2013 kl. 13:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert greinilega ekki enn búinn að jafna þig á því að LANDRÁÐAFYLKINGUNNI var HAFNAÐ í síðustu kosningum........

Jóhann Elíasson, 17.6.2013 kl. 13:02

3 Smámynd: Óskar

Innlegg þeirra Jóns Vals og Jóhanns sýna á hvaða plani þessir menn eru, eins og reyndar flestir þjóðrembusinnar.

Þegar þessi ömurlega þjóðrembustjórn sem laug sig til valda verður búin að keyra efnahag þjóðarinnar í klessu öðru sinni þá mun þjóðin grátbiðja ESB að taka við okkur.

Að vera ekki í ESB og ekki með alvöru gjaldmiðil kostar þessa þjóð yfir 100 milljarða á ári. Við fáum reikninginn fyrir því fyrr en varir. Þá mun Jóhann kannski hætta að uppnefna þá sem vilja bæta kjör þjóðarinnar, og þó líklega kemur takmörkuð heilastarsemi í veg fyrir að hann skilji þetta.

Óskar, 17.6.2013 kl. 13:11

4 identicon

Maður hlær alltaf meir af þeim sem héldu að við tæjkum upp evru á næstu árum.

Það tæki sennilega 8-10 ár að ná þeim markmiðum sem þarf til þess.

Hættið þessu væli og sættið ykkur við það !

Samfylkingin pissaði og drullaði í brækurnar. það er staðreynd. 80 % af þeim sem kusu dæmdu það.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 13:18

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslenski þjóðrembingurinn er álíka og viðlag textans í 17.júní laginu. ,,Hæ hó jibbí jei... og jibbí jibbí jei" - svo kemur aldrei neitt meira. Stoppar þarna. Það má líka sjá það greinilega á málflutningi þjóðrembinga. Algjörlega innantómt og þeir hafa í raun ekkert að segja nema: Hæ hó jibbí jei ... og jibbí jibbí jei. Náttúrulega átakanlegt bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2013 kl. 13:27

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verður nú varla sagt um forseta íslands að hann sé sérstaklega heimaalin.Legg til að þú lítir í spegil Jón Ingi og takir upp sjalfskoðun.Það gæti verið að það gáfnafar sem þú telur þig hafa til að bera, komi þér á óvart á verri veginn.Þú gerir Samfylkingunni engan greiða með bulli þínu.En það sýnir fólki hverskonar rugl og bullflokkur Samfylkingin er.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2013 kl. 13:29

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það virðist vera túlkun Samfylkingarinnar að Jón Sigurðsson hafi verið " þjóðrembingur" af því hann vildi fullveldi Íslands.Ef einhver rembist þá er það Samfylkingin.Við að koma Íslandi inn í ESB.Rembingur hennar hefur engu skilað nema því að nú liggur hún í eigin drulli með allt niður um sig.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2013 kl. 13:33

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Drullu. Og skít.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2013 kl. 13:35

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og mun liggja í skítnum þar til hún sér að sér og heimskan og heimóttarskapurinn fer af liðsmönnum hennar.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2013 kl. 13:37

10 identicon

Í hvert skipti sem ég slysast hingað inn þá fyllist ég þakklæti yfir því að Samfylkingin sé ekki lengur við stjórnvölinn heldur sé nú orðin áhrifalaus smáflokkur.

Miðað við skrif annarra - og auðvitað niðurstöður þingkosninganna - þá býst ég við að það sé vel hægt að heimfæra þetta yfir á þjóðina í heild: þakklæti yfir því að Samfylkingin sé nú orðinn áhrifalaus smáflokkur manna og kvenna sem ekkert geta lengur gert en gólað upp í storminn, hamslaus af pirringi yfir því að þjóðin sé búin að hafna þeim.

Það er varla annað hægt en að vorkenna þessu fólki. Breytir því ekki samt hvað það er fjarska gott að vera laus við það.

Birgir (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 13:39

11 identicon

Hvað er að hjá ykkur ágætu menn hér að ofan ?.  Þvílík orðamykja sem þið dreifið hér !.  Vona að þið sjáið út fyrir hatrið og eigið góðan og gleðilegan þjóðhátíðardag.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 14:03

12 identicon

Þetta finnst mér nokkuð undarleg framtíðarósk til handa börnum okkar og barnabörnum. Í mörgum þeirra landa, sem þú hlítur að eiga við, Jón Ingi, er mikill fjöldi ,,barna" sem jafnvel eru orðin þrítug án þess að hafa nokkru sinni fengið að vinna. Það er enga vinnu að hafa, víða 20% atvinnuleysi.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 14:03

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Óska þér og öðrum íslendingum gleðilegs þjóðhátíðardags.

Þó svo að þið getið ekki glaðst með okkur og fyrirverðið ykkur fyrir fullveldið þá vonandi hættið þið brátt að gráta í gulstjörnufána Evrópusambandsins ykkar og hættið að syngja um "Evró Ísland, hvenær kemur þú"

Áttið ykkur vonandi á því að það kemur sem betur fer aldrei og að 12,9% flokkurinn ykkar getur ekki og á ekki að fá að ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar áfram. - Vonandi aldrei framar.

Áfram Ísland - Ekkert ESB !

Gunnlaugur I., 17.6.2013 kl. 14:04

14 Smámynd: Óskar

Það kostar þessa þjóð (margútreiknað) yfir 100 milljarða á ári að vera EKKI með Evruna. Þjóðrembuliðið hér að ofan talar svo um landráðamenn! Í mínum huga eru það LANDRÁÐ að vilja múlbinda þjóðina í 3ja heims lífskjör og kreppu til frambúðar og loka öllum möguleikum á að komast útúr þessu. Skammist ykkar!

Óskar, 17.6.2013 kl. 14:08

15 identicon

Óskar.

Þú ert búin að segja þetta 2svar á þessu bloggi. farðu nú eitthvert annað.

Sjálfstæði Íslands er ekki til sölu !

Bite it !

AFB (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 14:13

16 Smámynd: Óskar

AFB átt þú þetta blogg ? Reyndar alveg sama hvað ykkur er sagt þetta oft, þið getið ekki skilið það en maður reynir nú samt!

Óskar, 17.6.2013 kl. 14:55

17 identicon

"Það kostar þessa þjóð (margútreiknað) yfir 100 milljarða á ári að vera EKKI með evruna."

Frábært Óskar, nú getum við Grikkirnir glaðst enda græðum við þá samsvarandi 3.500milljarða króna á ári BARA af því við höfum evru! Á síðastliðnum 10 árum högum við grætt, margútreiknað, 35.000milljarða króna eða 212milljarða evra.

Árið áður en við tókum upp evru þá skulduðum við 152milljarða evra og þjóðarframleiðslan var þá 145milljarða evra (1,04). Í dag eru skuldir 350milljarða evra og þjóðarframleiðslan er 185milljarðar evra (1,89), spurning um hvort það hafi gleymst að ná í gróðann? Hvar á maður að rukka hann inn? Ef við leggjum gróðann góða á móti skuldum þá skuldum við bara 138milljarða og erum með þjóðarframleiðslu upp á 185milljarða (0,75).

Kannski við höfum bara tapað þessum "gróða" og öðru eins í viðbót út úr landinu við það að taka upp þessa evru.

Grikkinn (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 15:05

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fræðimenn hafa varpað fram þeirri spurningu, hvort íslenskir kjánaþjóðrembingar geti hreinlega sprungið úr þjóðrembingsþrýstingi.

Niðurstaðan hefur verið að svo sé ekki. Vegna þess einfaldlega að þeiru með sjálfvirkann ventil sem skilar sér í óskaplegu þjóðrembingsprumpi.

Hæ hó jibbí jei og jibbíiija jei haha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2013 kl. 15:24

19 Smámynd: Óskar

Grikki- það er alkunna að Grikkir fölsuðu bókhaldið og lugu sig inn í myntbandalagið án þess að vera á nokkurn hátt tilbúnir til þess. Það er ástæðan fyrir vandræðum þeirra og ef ESB hefði ekki veitt þeim ómælt fjármagn í aðstoð þá væri staðan þar mun verri en hún þó er.

- Reyndar alveg merkilegt að evrópuhatarar fara alltaf að röfla um suður Evrópulöndin sem eru í vandræðum en minnast ekki á lönd eins og Þýskaland, Holland, Danmörku ofl. sem eru nær okkur á öllum sviðum og allt er í blóma!

Óskar, 17.6.2013 kl. 16:22

20 identicon

Sæll Jón Ingi; sem og aðrir gestir, þínir !

Nafni minn (Haraldsson); (kl.16:22) !

Falsanir þínar; sem söguburður um ágætlegheit Norður- Evrópu, eiga því miður ekki, við nein rök að styðjast, ágæti drengur.

Þýzkaland - Holland og Danmörk; eiga kannski við því viðameiri vandamál að etja, í sinni mannfjölda skipan, sem er óprúttin og grímulaus uppivaðzla Gyðingdóms og Múhameðstrúar; með velþóknun Brussel - Berlínar stjóranna, vel; að merkja.

Skætingur þinn; í garð Grikkja / og annarra Suður- Evrópskra, sem létu ginnazt af fagurgala Brussel skriffinnanna, á sér öngvar stoðir, heldur.

Eða; veiztu til þess, að Þýzku ræningjarnir, hafi skilað stríðs gózi því öllu, sem þeir rupluðu frá Grikkjum og fleirrum, á styrjaldaárunum 1939 - 1945, nafni minn ?

Enginn skilur í því; enn þann dag í dag, hvað hræddi Þjóðverja til þess að skila 1500 Kg. Gulls, úr fjárhirzlum Zogs Konungs I. Albaníukonungs til Albana árið 1996, sem þeir voru búnir að liggja á, frá styrjaldarárunum, Helvízkir.

Reyndu svo aðeins; að hafa hemil á viðbjóðslegri þjónkuninni, til Þýzk - Franska sorabandalagsins (ESB), nafni minn, sæll.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 16:53

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki bara hroki og remba, heldur ótrúleg heimska og skilningsleysi á sögu þjóðarinnar.

"Hér hefur aldrei viðgengist stéttaskipting líkt og í öðrum löndum" Hvað með kúgun jarðeigenda á bændum og vinnufólki hér áður fyrr. Hvernig var litið á minnimáttar á þeim tímum ( ekki að það hafi breyst stórkostlega)

Eða fullyrðing þjóðrembudindilsins: Við erum komin af víkingum.

Þvílíkur þurs.

hilmar jónsson, 17.6.2013 kl. 22:00

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar bullar bara út í loftið, og því geta nú flestir trúað upp á hann að fenginni reynslu.

En að hann skuli halda, að einhver taki hann á orðinu .... hehehe!

Jón Valur Jensson, 17.6.2013 kl. 22:41

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Innilega heimskulegt og lágkúrulegt komment hjá trúarnöttaranum Jóni Val.

Ætti að fara varlega í að ásaka aðra um bull, bullan sjálf.

hilmar jónsson, 17.6.2013 kl. 22:44

24 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Valur lokaði á mig á sínu bloggi þegar ég reyndi að rökræða við hann. Hér fer hann hamförum í sinni vanalegu þröngsýni og bullar úr í eitt en ég ætla nú samt ekki að loka á hann hér enda eru skoðanaskipti heilbrigð jafnvel þó menn séu ekki sammála. En það er ekki skilningur Jóns Vals sem lokar á þá sem ekki eru sammála honum. Lýsir svolítið manngerðinni. 

Ef menn taka sig nú til og greina ræðu SDG án æsings og blindu þá gæti nú svo farið að þeir átti sig á að maðurinn er úti í móum með málflutning sinn, fyrir utan það að leyfa sér þá smekkleysu á ráðast að pólitískum andstæðingum sínum, stofnunum sem aðstoðuðu Ísland þegar það var gjaldþrota og auk þess að helstu viðskiptaþjóðum okkar.

Hreinlega átta mig ekki á hvað honum gengur til en helst dettur manni í hug reynsluleysi að nota hátíðarræðu á 17. júní til að ráðast að fjarstöddum sem ekki eiga möguleika á að svara. Vonandi er þetta reynsluleysi en ekki hrein glópska.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2013 kl. 23:40

25 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir nokkur hér að ofan virðist rugla saman Samfylkingunni og mér, það sýnir ef til vill hversu sumir eru fastir í þeirri hugsun að allt á Íslandi sé flokkspólískt.

Reyndar er það sem þú skrifar ágæti Sigurgeir pirringsaus án samhengins þannig að það er ekki gott að rökræða á þeim nótum. En ef þú hefur ekkert vitrænna fram að færa get ég víst ekki svarað þér eða rökrætt.

Dragðu andann djúpt, þá lagast þessi órróleiki. 

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2013 kl. 23:47

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þakka gott ráð.Legg til að þú bendir formanni Samfylkingarinnar á þetta.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2013 kl. 09:01

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enginn sparkar í hundshræ, og þegar öfgamenn gegn kristinni trú veitast hart að þeim, sem verja hana, þá er þeim síðarnefndu engin minnkun í því. Margir reyna að rökræða við mig á mínum vefsetrum, m.a. Samfylkingarmenn og evrókratar, sem enn gera það, en nokkrir aðrir hafa haft lag á því að koma sér þar út úr húsi með guðlasti og persónuníði, og er mér þá sómi að því að halda uppi góðu hreinlæti á síðum mínum.

Jón Valur Jensson, 18.6.2013 kl. 18:05

28 identicon

Ég segi bara eins og Guðni Ágústsson það sem vellur út úr Jóni Val, Jóhanni Elíassyni og Páli Vilhjálms kemur úr rassgarnarendanum á þeim eins og annað álíka geðslegt leitt að segja þetta en er viss um að mörgum finnst það sama. Maður fyllist viðbjóði við lestur þess sem frá þeim kemur.

Bergur (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 07:59

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bergur lýsir sjálfum sér harla vel með þessum aumlega, tapsára vitnisburði.

Jón Valur Jensson, 19.6.2013 kl. 12:06

30 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þjóðremba og hroki er ekkert nýtt á Íslandi. Það er löng hefð fyrir slíku, þvi miður.

Hörður Þórðarson, 19.6.2013 kl. 17:45

31 identicon

Jón Valur hefur margt til síns ágætis.

Eitt er það, að í hvert sinn sem hann talar hug sinn, þá er fyllsta ástæða til að aðhyllast andstæða skoðun, vilji maður kenna sig við mennsku.

En ef hugurinn stefnir til rígbundinna afturhaldssamra hugmynda manna, fulla af hatri í nafni kærleika Jésús, þá vitnar maður bara í þann ágæta mann:

 "...og mínir þekkja mig."

Jóhann (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 20:55

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhann (= Bergur?) velur vitaskuld að skrifa ekki með auðkennanlegum hætti, en gerir það þó á kunnuglegan hátt, eins og tíðkast gjarnan með viðlíka níðsku orðbragði á vinstri/trúleysingja-öfgaslóðum (Jóhann = Bergur = Jón Ingi eða hilmar jónsson?!).

Jón Valur Jensson, 22.6.2013 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband