Siðferði þingmanna, er það í lagi ?

Í fréttum Rúv í dag kom fram að útgerðarmenn hafa dælt peningum í báða núverandi stjórnarflokka og einstaka þingmenn eða þingmannsefni í prófkjörum.

Svo segir á heimasíðu Rúv.

Á árunum 2008-2011 fengu ríkisstjórnarflokkarnir rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans. Þetta kemur fram í tölum sem stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands hefur tekið saman.

Í BA-ritgerð sinni tekur Hörður Unnsteinsson saman tölur frá Ríkisendurskoðun um framlög fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum. Niðurstöðurnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á þessum fjórum árum fengið tæpar 23 milljónir frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Aðrir flokkar hafi á sama tíma fengið tæpar 13. Hörður bendir á að Framsóknarflokkurinn fái þar meirihluta og ef litið er á samanlögð framlög til stjórnarflokkanna fái þeir rúmar 32 milljónir en aðrir flokkar fái samanlagt aðeins tæpar þrjár. 

http://www.ruv.is/frett/rikisstjornarflokkarnir-thadu-styrki

Nú hefur einn þingmanna Framsóknar lýst sig vanhæfan til að greiða atkvæði um stórfellda lækkun veiðigjalda vegna tengsla sinna við útgerð.

Veiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim.

Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.
Visir.is.

http://visir.is/thingmadur-framsoknar-greidir-ekki-atkvaedi-med-veidigjaldafrumvarpi/article/2013130619266

Í framhaldi af þessu má velta því fyrir sér í alvöru hvort fleiri stjórnarþingmenn ættu ekki að líta á siðferðilega stöðu sína í þessum málum.

Framsóknar og Sjálfstæðisflokkar fengu tugi milljóna í styrki frá útgerðunum og það þarf ekkert sérstaklega auðugt ímyndunarafl til að hafa það á tilfinningunni að það sé verið að launa fyrir greiða.   Ég er ekki viss um að þingmenn þessara flokka og flokkarnir sjálfir slyppu jafn ódýrt frá þessum gjörningum í vestrænum ríkjum þar sem siðferðisstuðullinn er hærri en hér á landi.

Auk þessa hafa þó nokkrir þingmenn þessara flokka beina persónulega aðkomu að þessari siðferðispurningu, m.a. þeir sem þáðu háa styrki í prófkjörum og auk þess þeir sem setið hafa í stjórnum útgerðafyrirtækja í gegnum árin.

En hér á landi er siðferðiþröskuldurinn annar og frumstæðari en í þeim löndum sem næst okkur standa.

Líklega ættu fleiri stjórnarþingmenn að líta í eigin barm og meta það hvort þeir séu ekki í sömu stöðu og nýr þingmaður Framsóknar sem lýst hefur sig vanhæfan til starfa á Alþingi.

Eru fleiri siðferðislega vanhæfir ?

Í lykilmáli sem varðar alla landsmenn og réttlæti til handa almennum borgurum þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver borgaði allan áróður fyrir framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum ?

Þú ættir að labba til þeirra félaga í Samherja á Akureyri og spyrja þá ?

JR (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband