10.6.2013 | 10:01
Eru jarðhitavirkjanir " fíaskó " ?
Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum, sem m.a. voru kynntar á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni í Reykjavík í mars, leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu í virkjuninni til frambúðar. Þetta hefur þó ekki áhrif á heitavatnsframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun. Jafnframt hafa erfiðleikar komið í ljós við niðurdælingu á vinnsluvatni í jarðhitageyminn en rennslistregða í niðurdælingarholum hefur aukist að undanförnu, segir á vef OR.
_________________
Fjárfestingin Hellisheiðarvirkjun stendur ekki undir væntingum og enn frekari samdráttar er von samkvæmt rekstraraðilum.
Nú er talað um að leggja rör frá nærliggjandi svæðum til að redda einhverju en hvað endist það ?
Hljómar eins og redding til skamms tíma.
Framundan er Bjarnarflagsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og virkjanir á Reykjanesi sem byggja á sömu væntingum og Hellisheiðin.
Þessum virkjunum er síðan ætlað að standa undir orkuþörf stjóriðju til framtíðar.
Óneytanlega setur að manni hroll. Að milljaðarframkvæmdin Hellisheiðarvirkjun sé ekki betur rannsökuð og að hún skuli vera farin að falla í orkuframleiðslu nánast á fyrstu dögum hlýtur að kalla á óþægilega spurningu sem þarf að svara áður en lengra er haldið.
Vitum við hvað við erum að gera ?
Útlit fyrir frekari samdrátt á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, þær eru ekki fíaskó. Hins vegar er marg búið að benda á að þær séu langhlaup og ekki sé á vísan að róa. Þessi niðurstaða styður það. Því er óvarlegt að gera stóra orkusölusamninga byggða á jarðvarmavirkjunum.
Pólitíkusar voru á sínum tíma búnir að reikna Þeistareyki upp undir Kárahnjúkavirkjun í afli, þegar álversdraumurinn á Bakka var sem votastur. Þeir tóku því frekar óstinnt upp þegar bent var á að rétt væri að fara sér hægt.
Þetta sýnir líka fram á það sem ekki hefur átt sérlega mikinn hljómgrunn hjá þeim sem eru stóráhugamenn um virkjanir - að nýtanleg jarðvarmaorka er endanleg en ekki óþrjótandi.
Haraldur Rafn Ingvason, 10.6.2013 kl. 10:51
þar sem stóriðjustjórnin ætlar að leggja niður umhverfisráðuneytið svo það þvælist ekki fyrir henni þá munum við sjá nokkrar skrautlegar uppákomur á næstu misserum samhliða eyðileggingu landsins í þágu stóriðju sem flest vestræn ríki vilja ekki sjá í sínum túngörðum.
Óskar, 10.6.2013 kl. 15:09
Fyrir meira en 60 árum var boruð hola í Seltúni í Krísuvík. Hugsunin var að kanna jarðhitann þarna með það fyrir augum að unnt væri að nýta hann til húshitunar í Hafnarfirði. Aldrei kom til þess enda fjarlægðin mikil en það sem skipti máli, jarðhitinn þarna var mjög óstöðugur. Fyrir um áratug varð gufusprenging á þessum slóðum, gamall kamar ætluðum ferðamönnum tókst í loft upp og spýtnabrakið fannst um 1000 metrum frá gígnum sem myndaðist!
Eins gott að enginn var þarna í grenndinni!
Jarðhitinn á til að vera nokkuð óstöðugur. Dæmi þess er Geysissvæðið. Talið er að ummerki jarðhita megi sjá á um 70 hekturum og eru hverir stöðugt að breyta sér, m.a. eftir jarðskjálfta.
Því miður hafa menn verið nokkuð brattir við nýtingu jarðhitans og furðu oft gleymist að leysa ýmsa fylgikvilla eins og brennisteinsmengunina. Þar er ekkert gert. Þess má geta að zinkhúð á þökum höfuðborgarsvæðisins eyðist hraðar en áður, þetta hefur verið mælt og rannsakað en því miður hefur engu fjármagni verið veitt til áframhaldandi rannsókna!
Skyldi það vera vegna þess að þeir sem vilja óhefta virkjanastefnu, kæri sig ekki um gagnrýn fræði?
Af hverju vill broskallinn Sigmundur & Co afnema Umhverfisráðuneytið?
Guðjón Sigþór Jensson, 12.6.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.