Lýðræðið í gíslingu forseta og ríkisstjórnar.

„Forsetanum er frjálst að tjá sig en það er vitanlega ríkisstjórnin sem mótar stefnuna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, spurður um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu í dag.  

______________________

Auðvitað má forsetinn tjá sig, eina krafan er að hann segi satt og rétt frá.

Ef einhver ráðamaður í Evrópu hefur sagt honum að Ísland væri ekki velkomið í ESB þurfum við að fá að vita hver eða hverjir. Reyndar efast ég stórlega um sannleiksgildi þessara orða.

En meginmálið er.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa afnumið lýðræði á Íslandi. Þeir ætla ekki að ljúka viðræðum við ESB og setja niðurstöðuna í þjóðaratvæði, þeir ætla ekki einu sinni að setja áframhaldandi viðræður í þjóðaratkvæði.

Þjóðin á ekkert um þetta að segja, flokksstofnanir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bessastaðajarlinn hafa tekið lýðræði á Íslandi í gíslingu.

Þjóðin og vilji hennar skiptir engu mál lengur.

Og þetta eru eimitt þeir sem söfnuðu undirskriftum og settu stórmál í þjóðaatkvæði og þjóðin valdi.

Nú er það ekki á dagskrá lengur, ekkert lýðræði fyrir þjóðina meðan við ráðum er sameiginleg stefna SDG, BB og ÓRG.


mbl.is „Forsetanum er frjálst að tjá sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér skilst að 51% þjóðarinnar hafi kosið þessa flokka i síðustu kosningum.Hvernig lýðræði ert þú að tala um?

Jósef Smári Ásmundsson, 7.6.2013 kl. 14:48

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Jón er að tala um lýðræði vinstri manna.Það á allt að vera eins og þeir vilja,allt annað má fara til andskotans.Og talandi um að stjórnarflokkarnir hafi afnumið lýðræðið. Manstu Jón hverjir börðust mest gegn því að þjóðin fengi að kjósa um icesave?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.6.2013 kl. 16:55

3 identicon

Jón.

Þjóðin vill ekki í ESB. Hvað sem hinir fáu Samfó liðar tauta um einhverja þjóðaratkvæðagreislu sem er algjörlega útúr korti.

Því fyrr sem þið sættið ykkur við það því betra.

Nú eru nýjir tímar. Ekki ESB tímar.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 19:05

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki hefur þjóðin verið spurð hvort hún vilji í ESB. Það hafa fremur fáir tjáð sig um þetta og það er fyrir neðan allar hellur að þeir tali fyrir alla þjóðina.

Evrópusambandið er og verður um nánustu framtíð en kannski í breyttri mynd. Suðurlöndin hafa hagað sér illa innan Evrópusambandsins, nýtt sér frelsið en ekki sinnt skyldum sínum eins og vera ætti. Þannig eru ríkisfjármálin verið illa stjórnað og enginn agi.

Það er kannski þessi ástæða sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja ekki inngöngu því þá geta þeir hagað sér eins og ríkisstjórnir Suðurlanda.

Þá virðist það gleymast furðu mörgum að við erum með aðra löppina í Evrópusambandinu gegnum EES. Ekki hefur verið rætt um að draga okkur út úr því.  Þá er líklegt að þeir sem vilja halda okkur utan Evrópusambandsins geri sér ekki grein fyrir því að við stöndum algjörlega varnarlausir gagnvart ásælni kínverskra hagsmuna sem bíða átekta að gleypa sem mest. Þeir eiga núna Járnblendið á Grundartanga og spurning hvenær þeir yfirtaka Alkóa forréttinguna fyrir austan, Norðurál og Ríó Tintó. Fyrirtæki ganga kaupum og sölum ef vel er boðið.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818112

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband