Borgarstjórnarmeirihluti úti á túni.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um flutning innanlandsflugvallar úr Vatnsmýrinni. Þau lýsa furðu sinni á ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að setja í drög að aðalskipulagi borgarinnar ákvörðun um að leggja af norður/suður-brautina árið 2016.

 

Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er galin.

 Borgarstjórn Reykjavíkur lætur sem henni komið ekkert við nema eigin rass. Reynar er mér til efs að nokkur meirihluti sé fyrir flutningi vallarins hjá kjósendum.

Og tala um að loka eigi braut árið 2016 sýnir hversu galin umræðan er, með því væri völlurinn eyðilagður og notagildi hans myndi rýrna stórlega.

Innanlandsflug mundi líklega leggjast af og þjóðhagslegur skaði væri vart mælanlegur í milljörðum talið.

Líklega ætlar borgarstjórnin síðan landsmönnum að greiða fyrir nýjan völl meðan þeir mökuðu krókinn á sölu lóða í mýrinni.

Maður verður sorgmæddur að horfa upp á hvað stjórnmálamenn geta lokast inni í eigin hagmunaheimi og koma hvergi auga á sameiginlega hagsmuni og öryggi landsmanna.

Reykjavík mun ekki standa undir höfuðborgarhlutverkinu, úthýsi þeir mikilvægasta samgöngupunkti landsins.

Það er stórkostlega ámælisvert að halda þessari umræðu gangandi og ekki hægt annað en lýsa ábyrgð á hendur stjórnmálamanna sem ekki átta sig á hvaða ferðalagi þeir eru með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. 


mbl.is SAF mótmæla flutningi flugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband